Björk og Andri Snær ræða hugsanlegan sæstreng á Iceland Airwaves (myndband)

Í hádeginu í dag boðuðu Björk Guðmundsdóttir, söngkona, og Andri Snær Magnason, rithöfundur, til blaðamannafundar í Gamla bíói þar sem þau greindu frá því að þau ætluðu sér að nota Iceland Airwaves til að ræða við erlenda blaðamenn um hugsanlegan sæstreng frá Íslandi til Bretlands.
Hægt er að horfa á myndbandið hér til hliðar.

Þau fóru yfir helstu áherslur náttúruverndarhópsins Gætum garðsins sem í samstarfi við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands ætla að útskýra hvað felst í því ef sæstrengur milli Bretlands og Íslands verður lagður.  Björk bað heimsbyggðina um stuðning gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar.

Í tilkynningu frá hópnum – sem er birt var á visir.is (sjá hér)   að ómögulegt sé að ímynda sér hvaðan sú orka eigi að koma sem nota eigi í sæstreng. „Sofandaháttur og stefnuleysi ógna nú náttúru Íslands,“ segir í tilkynningunni. Hún sé orðin helsta tekjulind Íslands og skapi framtakssömu fólki atvinnu um allt land.  Enn fremur segir að hagsmunir náttúru Íslands verði að vera í fyrirrúmi í umfjöllun um sæstrenginn. „enda er hún fugl í hendi sem er ástæðulaust að fórna fyrir fugl í skógi.“

Á blaðamannafundinum voru sýndar myndir frá umdeildustu virkjanastöðum landsins, meðal annars Þjórsárverum. „Ísland hefur yfir að ráða einu stærsta óbyggða svæði í Evrópu,“ lýsti Björk yfir og sagði Ísland  töfrandi land. Hér væri hægt að koma hlutum í verk ef allir legðust á eitt.  Hópurinn vill að þjóðgarður verði stofnaður á miðhálendinu til að verja óbyggðir landsins.

Á síðasta ári tókst hópnum að safna um 30 milljónum króna með tónleikum í Hörpu en nú hefur þeim fjármunum verið varið í að ráða starfsfólk í baráttuna framundan.