Helmingur trjátegunda á Amazon svæðninu í útrýmingarhættu

Skógur í BrazilíuAlþjóðlegir vísindamenn vara nú við því að meira en helmingur af öllum trjátegundum á Amazon svæðinu sé í útrýmingarhættu.  Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá er allt að 57% af öllum trjátegundum á svæðinu nú flokkað þannig að hætta sé á útrýmingu á heimsvísu.  Ef þessar niðurstöður verða staðfestar þýðir það að um ¼ af plöntutegundum jarðar er í hættu.  Amazon skóglendið hefur verið að minnka undanfarna áratugi en lítið er vitað um áhrif á einstakar tegundir.  Margar sjaldgæfar tegundir eru í hættu eins og brazilíska hnetutréð, kókótréð sem er uppspretta súkkulaði en einnig önnur sem mörg eru lítið þekkt í heimi vísindanna.

Rannsókn sem birt var í Science Advances, bar saman gögn frá um 1.500 reitum sem fylgst hefur verið með.  Metið var út frá þeim gögnum hve margar tegundir hafa nú tapast og hve margar eru líklegar til þess að hafa tapast þegar komið er fram undir miðja þessa öld.   Skógsvæði Amazon hefur hnignað verulega síðan 1950.  Talið er að Amazon svæðið geti verið heimkynni meira en 15.000 tegunda.

Prófessor Carlos Peres hjá Austur Angliea umhverfisháskólanum í Norwich er einn 158 vísindamanna frá 21 landi sem unnið hafa að rannsókninni.  Hann segir mikið órannsakað þegar kemur að dýrategundum og plöntum á Amazonsvæðinu.  Þessi rannsókn leiðir í ljós að meira en helmingur af öllum tegundum á svæðinu sé í útrýmingarhættu segir hann.  Sem betur fer eru þó svæði sem vel eru varðveitt og geyma viðkvæmustu tegundirnar sem eru í hvað mestri hættu.   Hann segir að garðar og friðlönd standi mörg hver frammi fyrir hættu vegna stíflugerðar, námuvinnslu, elda og þurrka.  Aðeins ef þessu er vel stjórnað er hægt að koma í veg fyrir tjón.  Nú er tíminn til að rannsaka og kanna áður en margar tegundir hverfa fyrir fullt og allt.

William Laurance frá James Cook Háskólanum í Ástralíu kom einnig að rannsókninni en hann bætir við að annað hvort standi fólk upp núna til þess að vernda þessa viðkvæmu garða og friðlönd ella skógareyðing muni eyða þeim endanlega.

Rauði listi IUCN yfir tegundir í útrýmingarhættu er viðurkenndur listi á heimsmælikvarða þegar kemur að mati á plöntum og dýrategundum.

Fara á BBC hér