Áhrif El Nino dvína en La Nina gæti tekið við

El NinoVeðurfyrirbærið El Nino er talið hafa náð hápunkti sínum samkvæmt vísindamönnum og ættu áhrif þess að dvína á næstu mánuðum.  Hins vegar er talið 50/50 líkur á því að í stað El Nino komi veðurfyrirbærið La Nina í staðinn nú fyrir lok sumars.  La Nina gerir það að verkum að Kyrrahafið kólnar og veður verða rigningasamari í Asíu, Afríku og Latnesku Ameríku.  Talið er La Nina endist jafnvel tvisvar sinnum lengur en El Nino.

Alþjóða veðurstofan WMO segir í skýrslu sinni að El Nino hafi náð hápunkti sínum þó áhrifin séu ennþá nokkur á veðurkerfi heimsins.  Janúar var til að mynda sá heitasti síðan mælingar hófust árið 1880.  El Nino er að dvína þótt ekki sé tími til að sofna á verðinum þar sem áhrif hans muni vara í marga mánuði í viðbót segir Petteri Taalas hjá WMO.

Hlutar af Suður Ameríku og Austur Afríku eru ennþá að ná sér af hvirfilbylum, rigningum og flóðum.  Áhrif á efnahag og mannkyn vegna þurrka sem hægt og rólega valda hörmungum er orðið of algengt ástand í suðurhluta Afríku, mið Ameríku og á fleiri svæðum.  Á meðan El Nino olli því að þurrkar minnkuðu í Californíu þá má nú búast við viðsnúning.  Sérfræðingar telja nú að La Nina geti látið á sér kræla síðar á árinu.  Flest líkön gefa til kynna að El Nino verði máttlaus síðla vors eða í sumarbyrjun 2016.  Í kjölfarið aukast líkurnar á því að áhrif La Nina fari vaxandi með haustinu.  Samkvæmt bandarísku National Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA) eru 50% líkur á La Nina í sumar og 80% líkur í lok árs.

Ekki öllum veðurstöðvum ber saman um þetta.  Ástralska veðurstofan hefur spáð fyrir um El Nino síðan árið 1900 eða í þau 26 skipti sem veðurfyrirbærið hefur gengið yfir.  Þær niðurstöður segja að í um helming tilfella hafi ekkert gerst árið eftir að El Nino gengur yfir á meðan í 40% tilfella þá hafi La Nina komið í kjölfarið.  Ekki öll veðurlíkön spá því La Nina nú.

Oftast þegar La Nina gengur yfir þá batna skilyrði til fiskveiða á Kyrrahafi vegna uppstreymis kalds næringaríks vatns.  La Nina tengist einnig öflugri monsoon vindum í Suðaustur Asíu en einnig miklum flóðum í Ástralíu.

Önnur spurning sem nú er velt upp er hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafi á La Nina.  Rannsókn sem gerð var á síðasta ári bendir til þess að öfga atburðir séu líklegri til þess að bæta í hlýnun heimsins.

Fara á BBC hér