Utan- og innanhús loftmengun tekur um 40.000 líf í Bretlandi

Útblástur loftmengunLoftmengun bæði innan- og utan heimila veldur að minnsta kosti dauða 40.000 manns á ári í Bretlandi samkvæmt nýrri rannsókn þar sem metinn kostnaður er um 29 billjónir punda árlega.

Helstu áhrif vegna loftmengunar utandyra eru nokkuð kunn en rannsókn frá Royal Collage of Physicians og Royal Collage of Pradiatrics and Child Helth sýna að minna er vitað um áhrif mengunar innanhúss.  Fleiri tilfelli eru nú um áhrif á heilsu barna sem og greind þeirra.

Helstu uppsprettur af loftmengun innanhúss eru reykningar, ónýtir ofnar, gaseldavélar og hitaarar sem og ýmis ertendi efni frá nýjum húsgögnum, loftkælingu og ræstiefnum.  Ryk, mygla og dust frá gæludýrum eru einnig skaðvaldar samkvæmt nýrri rannsókn.

Mengun utandyra, mest frá farartækjum, valda dauða um 40.000 manns á ári í Bretlandi.  Hins vegar er enn óvitað hve mörg tilfelli eru vegna mengunar innanhýss.  Loftmengun innanhúss er þó talin valda og eða snerta um 99.000 dauðsföll í Evrópu árið 2012 samkvæmt því sem rannsóknir segja.  Í rannsókninni kom í ljós að ófædd og ung börn væru berskjaldaðri fyrir slíkri mengun þegar litið er til hjarta, lungna, heila, hormóna og ónæmiskerfis.  Rannsóknir eru nú farnar að beinast meira að áhrifum á vöxt, greind, astma og þróun heilans.  Ef börn skaðast þá hefur það áhrif á framtíðina.

Þegar sjúklingar verða fyrir slíkum dauðsföllum þá er það skylda okkar að segja frá segir professor Stephen Holgate, astma sérfræðingur hjá Southampton Háskóla og sá sem leiddi rannsóknina.  Við vitum að loftmengun hefur ýmis áhrif og krónísk langtíma veikindi sér í lagi þegar litið er til aukningu á hjartaáföllum hjá ákveðnum einstaklingum.  Nú hlaðast upp gögn sem benda til þess að loftmengun tengist einnig astma í bæði börnum og fullorðnum segir hann.

Dr. Andrew Goddard hjá Royal College of Physician segir að nú þurfi að taka á þessu og koma í veg fyrir loftmengun í Bretlandi.  Slíkt mundi minnka þrautir hjá mörgum sem eru með langtíma krónisk heilsuvandamál en einnig einkenni.

Margir í Bretlandi verða fyrir ólöglegri loftmengun, en bresk stjórnvöld töpuðu máli árið 2015 og voru neydd til þess að setja af stað aðgerðir til þess að sprona við loftmengun.  Ef þær aðgerðir virka þá mun loftmengun minnka mikið og færast nær löglegum markmiðum árið 2020 í flestum borgum en þó ekki fyrr en árið 2025 í London.

Hin nýja rannsókn leiddi í ljós að þrátt fyrir að stjórnvöld og World Health Organization (WHO) setji viðmið vegna loftmengunar þá eru í raun engir raunveruleg viðmið sem forða hættunni.  Öll mengun er áhætta.  Kallað er eftir mun breiðari mælingum þegar kemur að mengun og til þess að komast fyrir þetta vandamál ásamt því að reglur verði hertar til þess að koma í veg fyrir mengun þegar litið er til farartækja.  Nú hefur komið í ljós að Volkswagen svindlaði á útblástursprófi og flestir dísel bílar framleiða mun meiri mengun á vegum en kemur fram á prófum.

Þann 3ja febrúar s.l. mistókst breska þinginu að þétta í göt á löggjöf um loftmengun á nýjum dísel bifreiðum.   Höfundar hinnar nýju rannsóknar benda einnig á að staðbundin stjórnvöld hafa vald til þess að loka vegum eða beina umferð annað til þess að minnka umferð sér í lagi nálægt skólum þegar tíðni mengunar er há.  Þeir kalla líka eftir meiri rannsóknum vegna loftmengunar innanhúss.  Skilja þarf betur áhættuna og áhrifin af slæmum loftgæðum á heimilum, í skólum og á vinnustöðum.

Alþjóðleg barátta gegn loftslagsbreytingum mun hjálpa við að minnka loftmengun samkvæmt rannsókninni sem segir einnig að með því að ná takmarki Bretlands þegar kemur að kolefnisútblæstri geti það leitt til 5.7 færri dauðsfalla og færri innlagna vegna lungna- og hjartavandamála.

Almenningur getur tekið þátt í því að minnka loftmengun segir prófessor Jonathan Grigg hjá Royal Collage of Peadiatrics and Child Health.

Við biðlum til almennings að skoða ferðir sínar, þar sem það gengur og hjólar og velja ekki leiðir þar sem mikil mengun er frá bifreiðum.

Dr.Penny Woods framkvæmdastjóri hjá The British Lung Foundation segir að rannsóknin bendi á hve mikil áhrif loftmengun hefur á heilsu okkar, heilsu barnanna okkar, efnahaginn okkar og samfélagið í heild.

Fara á The Guardian hér