Höf í Norður Evrópu taka í sig mikið af kolefni

Evrópsk höfSjórinn í kringum Bretland og almennt í Norður Evrópu tekur í sig um 24 milljón tonn af kolefni árhvert.  Það er á við 2 milljónir trukka eða 72.000 747 þotur.  Vísindamenn fundu út töluna við rannsóknir á flæði kolefnis í og úr höfunum.  Rannsóknarteymið sem leitt var af Heriot-Watt Háskólanum og Exeter háskóla hefur útbúið vél sem gerir öðrum vísindamönnum einnig kleift að rannsaka slíkt hið sama á öðrum hafsvæðum í heiminum.

Jamie Shutler við Exeter háskóla segir að vélin hafi verið notuð við þeirra vinnu og reynst vel svo nú sé hægt að leyfa öðrum að notast við hana.  Magn kolefnis sem höfin taka í sig hefur áhrif á veðurkerfin.  Talið er að um þriðjungur alls kolefnis sem framleitt er af mannkyninu með jarðefnaeldsneyti og öðru slíku endi í höfunum.  Annan þriðjung tekur votlendi í sig.  Vísindamenn reyna nú að skilja ferlið og hvernig það breytist yfir mismunandi tímabil.  Munu höfin fyllast og geta ekki tekið meira við sem aftur gæti leitt til töluverðrar hlýnunar andrúmslofsins?

Vísindamenn hafa einnig áhyggjur af því að eftir því sem meira kolefni leysist upp í höfunum þá muni það hafa veruleg áhrif á pH gildi hafanna þ.e. að höfin súrni sem aftur gerir það að verkum að erfiðara verður fyrir kóralla og slíkar tegundir að framleiða skel sína.

Dr. Shutler segir lykilatriðið vera hitastig sem keyri ferlið áfram.  Eftir því sem komið er norðar þar sem höfin eru kaldari og meira af stormum sem núast við yfirborð sjávar, eykur það tilfærslu kolefnis þ.e. sjórinn tekur þar í sig kolefni en skilar því svo út aftur nálægt miðbaug.  Þannig er samfelld tilfærsla er í gangi í höfunum enda sekkur vatn töluvert djúpt á sumum stöðum og þá festist kolefnið þar í langan tíma áður en það kemur upp aftur.  Rannsóknarteymi Dr.Shutler vill nú gjarnan fá að nýta Sentinel 3 gervitungl Evrópusambandsins sem sett var á loft fyrr í mánuðinum.  Þannig væri hægt að safna miklum gögnum og meta ástand yfirborðs sjávar og kortleggja hitastigið.  Einnig væri hægt með litmyndavél gervitunglsins að skoða betur virkni lífs í höfunum.

Sentinel 3 var sett á loft nú þegar El Nino náði hámarki sínu og kortleggur nú áhrifin á kolefnisflutning.  Fjöldi rannsóknarteyma frá hinum ýmsu háskólum í Bretlandi og Frakklandi taka þátt í þessari rannsókn.

Fara á BBC hér