Fimm leiðir til að forðast mengun frá umferð

Það er ýmislegt sem gangandi og hjólandi vegfarendur geta gert til að reyna að forðast mestu mengunina frá bílaumferð.  Eins og flestir vita þá eru það sótagnir frá bifreiðaeldsneyti sem eru hættulegar heilsu fólks og hefur verið fjallað um áhrif þess á heilsu fólks hér á Umhverfisfréttum áður.   Hægt er að lesa frétt um afleiðingar slíkar mengunar hér og hér.

En um leið og mengun sem þessi hefur bein áhrif á heilsu fólks og líf, þá hefur hún líka bein áhrif á kostnað heilbrigðiskerfisins í heild þegar kemur að meðhöndlun vegna sjúkdóma sem tengjast mengun.  Þetta hangir allt saman og umhverfismál hafa alltaf áhrif á heilbrigðismál og efnhagsmál hagkerfisins þegar upp er staðið.

Hér eru fimm leiðir til þess að forðast mestu mengunina frá útblæstri bifreiða:

  1. Ekki ganga meðfram miklum umferðargötum, veldu frekar götur þar sem færri bílar eru á ferð. Því færri bílar nálægt gangstétt, því minni mengun.
  2. Forðastu að vera þar sem bílar standa í röð í lausagangi t.d á umferðarljósum eða þar sem umferðarteppur eru miklar.
  3. Þegar þú ætlar yfir á gagnbrautarljósi, þá ýttu á takkann og færðu þig svo fjær götunni á meðan þú bíður eftir grænu ljósi
  4. Þegar þú gengur upp brekku við umferðargötu, gakktu þá þeim megin sem umferðin kemur á móti þér niður brekkuna. Með því forðastu að mengunin sem kemur út um púströrið fari beint í andlitið á þér
  5. Þú getur notað grímur og þær eru til í mismunandi gæðum en ekki eru margir sem vilja nota slíkt. Best er alltaf að forðast mengun frá bifreiðum eins og hægt er og leggja leiðir sínar gangandi sem hjólandi sem lengst frá umferðargötum