Umhverfisáhrif og mengun frá jarðhitavirkjunum

Áhrif jarðhitavirkjana eru mörg þar á meðal á vatnsgæði, loftgæði vegna útblásturs, landnotkun og á hlýnun loftslags í heiminum.

Þróaðasta gerð jarðhitavirkjunar er staðsett nálægt og eða við svæði jarðfræðilega þar sem mikill  jarðhiti er í  jörðu og þess vegna heitt vatn sem hægt er að nýta.  Einnig eru til aðrar tegundir þar sem borað er djúpt í þurrt bergið til þess að nálgast jarðhitann.  Jarðhitavirkjanir eru einnig mismunandi þegar kemur að tækni sem notuð er við vinnsluna og eru umhverfisleg áhrif augljóslega mismunandi eftir aðferðum.  En helstu umhverfisáhrif jarðhitavirkjana má flokka í eftirfarandi þætti:

Vatnsgæði og notkun

Háhitavirkjanir hafa áhrif bæði á vantsgæði og notkun vatns.  Heitu vatni er dælt upp á yfirborðið en slíkt vatn inniheildur oftast há gildi brennisteinsvetnis, salt og önnur efni.  Flestar stöðvar hafa svokölluð lokuð vatnskerfi þar sem vatninu er dælt beint aftur í jörðu eftir að hafa verið notað til vinnslu á rafmagni og heitu vatni.  Það er svo kölluð niðurdæling.  Við þekkjum þetta þegar kemur að íslenskum virkjunum t.d. Hellisheiðarvirkjun og virkjanir á Reykjanesi.  Þetta er gerti til að forðast mengun og landfall þ.e. þegar vatnið er tekið úr geyminum neðanjarðar, þar sem það heldur efri jarðlögum uppi, þá getur orðið landfall á svæðinu.  Yfirleitt fer þó ekki allt vatn niður aftur og þar af leiðandi þarf að nota annað vatn af nærliggjandi svæði.  Magn vatns sem þarf að nota vegna þessa fer efir stærð orkuversins, tækni og því hve heita vatnið sem sótt er í jörðu er mengað.

Útblástur

Skilgreiningin á milli opinna og lokaðra kerfa við vinnslu jarðhitavirkjana skiptir miklu máli þegar kemur að útblæstri út í andrúmsloftið.  Í lokuðum kerfum fer gas ekki út í andrúmsloftið heldur er því veitt aftur niður í jörðu.  Þannig er lágmarks útblástur af slíkum efnum þegar notast er við lokuð kerfi.  Þegar hins vegar kerfin eru opin þá fer brennisteinsvetni, koltvísýringur, ammóníak, metan og bór út í andrúmsloftið.  Auðvelt er að finna brennisteinslyktina sem er eins og fúlt egg og við þekkjum vel hérlendis á jarðhitasvæðum og frá jarðhitavirkjunum.   Þegar hins vegar andrúmsloft og brennisteinsvetni blandast saman hvarfast það yfir í brennisteinstvíoxíð (SO2).  Þannig verða til súrar agnir sem geta síðan borist í líkamann við innöndun í andrúmslofti og valdið hjarta- og lungnasjúkdómum.  Brennisteinsvetni veldur einnig súru regni sem aftur eyðuleggur uppskeru, eyðir skógum og jarðvegi ásamt því sem súrt regn berst í vötn og læki.

Brennisteinstvíoxíð (SO2) frá jarðhitavirkjunum er hins vegar um 30 sinnum lægri pr.megavðtt en frá kolaorkuverum.  Sumar jarðhitavirkjanir valda líka einhverjum útblæastri á kvikasilfri.  Vegna þessa þurfa jarðhitavirkjanir að notast við sérstakan hreinsibúnað til þess að minnka útblástur sem allra mest.  Önnur útblástursefni eru ásamt kvikasilfri t.d. vanadín, kísill, klór, arsenik, nikkel og fleiri þungmálmar.

Landnotkun

Landsvæði sem þarf undir jarðhitavirkjun getur verið mismunandi, allt eftir auðlindinni sem verið að er að nýta og magni af orku sem verið er að framleiða.  Tegund kælikerfis, uppsetning brunna og leiðslna og bygginga sem eru nauðsynlegar.  Flestar jarðhitavirkjanir eru á viðkvæmum svæðum þegar kemur að vistkerfum og slíkt þarf að taka með í skipulag slíkra virkjana.

Stundum gerist það að landsvæði við jarðhitavirkjanir falla niður en það er stundum vegna vatnsins sem hefur verið fjarlægt úr geymi neðanjarðar.  Þess vegna þarf að dæla vatni og umframvatni aftur niður í geyminn.  Jarðhitavirkjanir eru á jarðhitasvæðinum og þar er oftast meiri hætta á jarðskjálftum.  Hætta er á að jarðskjálftar á þessum svæðum þar sem jarðhitavirkjanir eru staðsettar verði jafnvel enn oftar en ella.  Á svæðum þar sem borað er beint niður í þurrt bergið eykst einnig líkur á skjálftum, en þó minni skjálftum.   Í ferlinu er vatni pumpað niður við mkinn þrýsting.   Hægt er að minnka áhættu á jarðskjálftum með því að staðsetja orkuverin á svæðum fjærri bergi sem brotnar auðveldlega.   Þegar háhitavirkjanir eru staðsettar nærri þéttbýli þarf því að vakta svæðið vel og koma nauðsynlegum upplýsingum ávalt til íbúa.

Áhrif á hlýnun loftslags

Þegar notast er við opin kerfi í jarðhitavirkjunum þá má ætla að um 10% af útblástri sé koltvísýringur og eitthvað minna hlutfall af metan sem er ein af gróðurhúsalofttegundunum sem við þekkjum.   Í lokuðum kerfum sleppa þessar gastegundir ekki út í andrúmsloftið.  Nokkuð meiri áhrif eru síðan af því því þegar borað er beint í þurrt bergið.

Heimildir sjá hér