Viðskiptamódel fyrir jarðveg. Vísindi og viðskipti þurfa að taka höndum saman

Engum líkar sérlega vel við slæma viðskiptahætti en viðskiptaheimurinn verður að ná utan um hann með einhverjum hætti.  Það á líka við þegar kemur að jarðvegi.  Jarðvegur framleiðir fæðu, efni og orkugjafa og kemur á jafnvægi vatnsauðlinda og loftslags.  Þrátt fyrir þetta virðist viðskiptaheimurinn ekki átta sig á mikilvægi þess að flest það sem þeir eru að eiga viðskipti með á uppruna sinn í jarðveginum og jarðvegseyðing hefur bein áhrif á viðskiptin í framtíðinni.   Hagsmunir viðskiptaheimsins eru því beinlínis að stöðva jarðvegseyðingu og stuðla að jarðvegsgæðum með viðskiptum sínum.

Einn þriðji af öllum jarðvegi og meira en helmingur af ræktarlandi fer mjög hnignandi.  Uppblástur, uppgufun á lífrænu kolefni í jörðu, almennar breytingar á jarðvegsgerðum, hnignun á frjósemi  jarðvegs og geta til að halda í sér raka.  Á hverju ári eyðileggjast um 12 milljón hektara í viðbót sem er svæði á stærð við Búlgaríu, vegna skógareyðinga, ofræktunar, borgvæðingar og vegna mengunar og fleiri þátta.  Loftslagsbreytingar og hnignun líffræðilegs fjölbreytileika í jarðvegi veldur jarðvegshnignun.  Á sama tíma þarfnast heimurinn fæðu og auðlinda í enn meira mæli eftir því sem mannfjöldinn eykst og lífstíll fólks með tilkomu lág-kolefnishagkerfa breytist.

Mörg fyrirtæki í fæðugeiranum sem treysta á landbúnað og skóga lýsa í skýrslum sínum skrefum í þá átt að þeir séu að innleiða aðferðir sem minnka áhrif á jarðveginn með sjálfbærni að leiðarljósi við rekstur og framleiðslu.  Aðrir gera ekki neitt!  Jarðvegur er nauðsynlegur fyrir alla iðnaðarframleiðslu sem notar plöntur og dýr í framleiðslukeðjunni allt frá tísku til lyfjaframleiðslu, orku, tryggingar o.s.frv.  Fjárfestar hafa því beinan hag af því þegar uppskera brestur einhversstaðar.  Allt er þetta tengt framboði og eftirspurn, verðhækkun og verðlækkun sem aftur leiðir til óróa í rekstri og á mörkuðum.

Fyrirtækjum er fulljós áhættan af loftslagsbreytingum í heiminum og hægt er að nefna hér Parísarsamkomulagið þar sem um 900 fyrirtæki hafa skorað á Donald Trump að standa við þá samninga.  Öfgar og breytingar í veðri, hnignun vatnsgæða, náttúruhamfarir og loftslagsbreytingar eru á lista yfir fimm helstu hættur í heiminum þegar kemur að áhrifum á hagkerfi heimsins 2017.  Jarðvegur kemur alls staðar fyrir í þessum fimm atriðum sem listuð eru.  Ef einkageiranum er alvara þegar kemur að sjálfbærni og því að taka sig á þegar kemur að loftslagsbreytingum þá verður hann að hraða aðgerðum sínum og sýna það í verki.

Falinn fjársjóður

Hringrás vatns er ein af þeim undirstöðum sem fyrirtæki reiða sig á.  Raki jarðvegs er þannig mikilvægur þegar kemur að ræktun.   Hnignandi jarðvegur og þurr heldur ekki eins vel vatni og sá sem er heilbrigður.  Þetta hefur síðan þau áhrif að meiri líkur eru á flóðum og þurrki.  Vatn er ein mesta auðlind jarðar og vatnsþurrð talin ein mesta hætta sem steðjar að hagkerfum heimsins árið 2016.  Þurrkar kosta fyrirtæki um 14 billjónir dollara.  Framlag jarðvegs til vatnsgæða eða vatnsþurrðar hefur þó ekki verið reiknuð út að fullu.  Iðnaður sem notast við vatn við framleiðslu sína eins og gosdrykkjarframleiðendur, námuiðnaður og orkuver eru að byrja að átta sig.  Til dæmis hefur Coca-Cola verið að leggja WWF (World Wildlife-fund) lið við ýmiskonar vinnu þeirra í Nepal, við bakka Rio Grande og skóga í Mexico til þess að auka vatnsgæði.  En það þarf líka að líta til þess að varðveita jarðveginn með því að lágmarka jarðvegsrask og ýta undir heilbrigða ræktun.

Loftslag og útblástur er nokkuð sem fyrirtæki vanmeta þegar kemur að getu jarðvegs.  Í jarðvegi er geymdur stærstur hluti af lífrænu kolefni.  Landnotkun og breyting á landi ásamt slæmri umhverfisstjórnun þegar kemur að jarðvegi  hefur orðið til þess að tapast hefur um 42-78 gígatonn af kolefni úr jarðvegi á síðustu öld.  Mest af þessu fer úr jarðvegi sem koltvísýringur út í andrúmsloftið.   Svo má bera þetta saman við 450-600 gigatonn af útblæstri af mannavöldum síðan iðnbyltingin varð!

Sjálfbært land getur þannig minnkað uppgufun úr jarðvegi og snúið af þessari braut.  Votlendi er því geymir fyrir kolefnið en um leið og það þornar upp hefst uppgufunin.  Til þess að raunverulegur árangur náist þá þurfa fyrirtæki heimsins að taka þátt og leggja hönd á plóg.   Aukna þátttöku fyrirtækja í þessum málum má líka sentja í lög og reglur eins og t.d. 17 Sustainable Development Goals (SDG) sem Sameinuðu þjóðirnar(UN)  standa fyrir.  Þegar SDG hófst árið 2015 ætluðu 71% fyrirtækja að setja sér áætlun innan fimm ára.  Jarðvegur er hins vegar ekki raunverulega með í þessum markmiðum.  Einungis er minnst á hann í fjórum þeirra þ.a.m. sjálfbærni færðuframleiðslu og núll landeyðing.  Ekki er minnst á hann þegar kemur að vatnsgæðum eða loftslagsbreytingum!

Í desember s.l. ákvað FAO að endurnýja viðmið sín þeirra þegar kemur að sjálfbærri jarðvegsstjórnun.  Það eru mjög mikilvæg skref en þar er aðeins horft til landbúnaðar.   Vísindamenn vita vel að jarðvegur er mikilvægur þegar kemur að köfnunarefni, jafnvægi og flæði, heilbrigði andrúmsloftsins, breytingu á loftslagi og landi og landkerfum.  Þrátt fyrir það er þó litið fram hjá því að setja þarf viðmiðunarmörk þegar kemur að landeyðingu og þess að mannkynið geti komist af. Hvar eru mörkin á?

Jarðveg er sjaldnast minnst á í skýrslum og viðmiðum eins og þeim sem Global Reporting Initiative (GRI) gefur út.  Jafnvel hjá fyrirtækjum sem þó eru að feta sig í rétta átt í skýrslum sínum vantar þessa mikilvægu auðlind.  Sem dæmi má nefna að tískuhönnuðirnir Cucci og Puma gáfu út skýrslu þar sem segir að 45% umhverfisáhrifa vegna þeirra framleiðslu úr hráefni eins og ull, bómull og leðri séu metin á 202 milljón dollara á ári.  Hvergi er minnst á kostnaðinn vegna jarðvegseyðingar!

Þrjár leiðir

Viðskiptasamfélagið ætti að feta þrjár leiðir í samvinnu við vísindamenn.   Standa fyrir herferð, mat/greiningu og fjárfestingu.  Allt þrennt er árangursríkt ef það er stutt með rannsóknum.

Í fyrsta lagi ættu fyrirtæki að taka saman höndum með vísindasamfélaginu og styðja við rannsóknir og alþjóðlega löggjöf sem er nauðsynleg.  Þannig væri hægt að setja upp viðmið sem lýsa þeim augljósa ávinningi af slíkri herferð þ.e. bæði þegar kemur að hlýnun loftslags sem og hvað gerist í raun ef 2% af kolefni úr jörðu gufar upp, hvað með vatnsbúskapinn, hver er kostnaðurinn fyrir samfélögin og hagkerfin?  Hvaða áhrif hefði 40% hnignun jarðvegs í för með sér þegar litið er til þessara þátta?  Stórir alþjóðlegir sjóðir ættuu að styðja við slíkar rannsóknir og endurheimt jarðvegs.  Það ætti í raun að herða á ákvæðum hvað þetta varðar í Parísarsamkomulaginu.  Hundruð fyrirtækja skráðu sig sem styrktaraðila við Sameinuðu þjóðirnar, UN – Non-State Actor Zone for Climate Action sem og We mean Buisness.  Öll viðmið sem gerð eru og ákvarðanir um aðgerðir þurfa að ná til og utan um jarðvegsmálin.

Í öðru lagi ættu fyrirtæki að skoða hve mikil áhrif starfsemi þeirra hefur í raun á jarðveg og hve nauðsynlegur heilbrigður jarðvegur er fyrir framleiðslu þeirra.  Slíkt þarf að vega og meta og setja upp viðmið svo hægt sé að fylgjast með t.d. nota ramma eins og GRI.

Í þriðja lagi þá þarf að horfa á jarðveginn sem fjárfestingatækifæri.  Horfa til þeirra áhrifa sem ýmiskonar jarðrask hefur í för með sér á heilbrigðan jarðveg þegar kemur að loftslagi, vatni, orku og fæðukeðjunni.  Aðþjóðlegir sjóðir ættu og verða að styðja við slíkt.   Vísindamenn þurfa að hlusta og læra tungumál viðskipta, forgangsröðun og hefðir í viðskiptum almennt til þess að breytingar geti orðið.  Vísindaleg nálgun til þess að byggja upp viðskiptamódel sem skiptir máli þegar kemur að jarðvegi ætti að innihalda; alþjóðlega og varanlega vöktun á jarðvegi, mælitæki sem nýtast viðskiptaheiminum og sem mælir líka félagsleg og hagfræðileg áhrif vegna hnignunar jarðvegs, hættuna af því og kostnað og ávinning slíkrar hnignunar fyrir samfélög og hagkerfi.  Að síðustu tæki og tól sem nýtast við ákvarðanatöku þegar litið er til fjárfestinga í jarðvegi.

Jarðvegur er nauðsynlegur og ein stærsta auðlind okkar á jörðu.  Með því að styðja við vísindin, ríkisstjórnir, samfélög og fyrirtæki mætti kannski koma í veg fyrir að jarðvegurinn væri flokkaður sem einhversskonar drulla!

Heimildir hér