Milljónir af einnota drykkjarflöskum eru seldar á hverjum degi

Samkvæmt rannsókn á fimm af sex stærstu gosdrykkjarframleiðendunum kom í ljós að aðeins 7% af plastflöskum sem hent er frá þeim eru gerðar úr endurvinnanlegu efni, en plastflöskum skolar reglulega upp á Pembrey ströndina í Wales.

Meira en tvær milljónir tonna af plastsgosdrykkjarflöskum eru seldar á hverju ári, en aðeins lítið brot  af þeim eru úr endurvinnanlegu efni.  Í rannsókn sem var gerð af Greenpeace kom í ljós að fimm af sex stærstu framleiðendum gosdrykkja seldu meira en tvær milljónir tonna af einnota plastflöskum en aðeins 6.6% af þeim var úr endurvinnanlegu plasti.  Ef notast er við tölur frá Coca-Cola, en þar kemur þó ekki fram hve mörg tonn af plasti þeir selja frá sér, þá verður talan enn hærri.   Einnota drykkjarflöskur eru mikið vandamál þegar kemur að mengun vegna plasts í höfum heimsins en þeim skolar í miklum mæli upp á strendur um allan heim.  Það má segja að þessi venja að henda plastflöskum frá sér sé ein versta hegðunin í okkar menningu.

Milljónir tonna af plasti enda í höfunum á hverju ári og skaða sjávarlífverur.  Plast tekur aldir að brotna niður og dreyfa frá sér eiturefnum í hafið.  Greenpeace kallar eftir því að gosdrykkjarframleiðendur geri meira til þess að koma í veg fyrir þessa mengun t.d. með því að framleiða meira af 100% endurnýjanlegum flöskum og taki jafnframt þátt í því að þeim sé ekki hent.  Louise Edge hjá Greenpeace í Bretlandi segir að plastflöskur séu mjög mikil mengun í höfunum þar og aðeins í Bretlandi einu þá sé verið að henda um 16 milljónum af þeim út í umhverfið á einasta  degi.  Ef við ætlum að verja höfin. þá verðum við að breyta þessari hegðun okkar, segir hún.

Fyritæki verða að hætta að nota einota umbúðir og færa sig yfir í endurnotanlegar pakkningar og nota eingöngu efni sem er 100% endurvinnanlegt.

Ánægjulegt er þó að fyrirtæki virðast hafa þegar tekið til við að breyta hjá sér eftir að rannsóknin birtist, bæði hvað varðar efni sem notast er við í flöskurnar og að setja upp skilakerfi þar sem fólk fær endurgreitt ef það skilar inn flöskunum.

Þau fyrirtæki sem Greenpeace rannsakaði voru Cocla-Cola, PepsiCo, Suntory, Danone, Dr Pepper Snapple and Nestle.

Sjá frétt nánar á The Guardian hér