Heimskautaís minnkar meira en nokkru sinni áður vegna hitamets

Ísinn á norðurpólnum minnkar nú þriðja árið í röð vegna hlýnandi loftslags.  Yfirleitt eykst ísbreiðan nokkuð yfir vetrarmánuðina og er mest í mars.   Hins vegar nú árið 2017 er ísbreiðan minni en áður og raunar minni en undanfarin 38 ár miðað við gervihnattamyndir Nasa.   Mars Serreza segist hafa skoðað veðurkerfi á heimskautasvæðum í 35 ár og hann hafi aldrei séð annað eins, nýtt met sé því fallið eina ferðina enn.

Bráðnun ísbreiðunnar er þegar farin að hafa áhrif á veðurkerfi í heiminum.   Sagt er frá þessu nýja meti nú degi eftir að World Meteorological Organisation varar við því að hitamet hafi verið slegið árið 2016 en það ár er það hlýjasta síðan mælingar hófust.  Hlýnunin virðist síðan halda áfram nú árið 2017.

Þessi mikla bráðnun íss á heimskautasvæðunum hefur nú þegar þau árif á veðurkerfi heimsins að öfga veðurfyrirbæri gera hundruðum milljóna íbúum um alla N-Ameríku, Evrópu og Asíu lífið erfitt.  Gögn frá Evrópsku geymstofnuninni CryoSat-2 sýnir líka að vetrarísbreiðan er þynnri nú en síðustu fjögur ár.  Búast má við því nú í framhaldinu að þetta valdi því að ísbreiða yfir hafinu verði með allra minnsta móti í september.   Þetta ferli yfir svo langan tíma gefur síðan vísbendingar um loftslagsbreytingar segir vísindamaðurinn Walt Meier hjá Nasa.

Svipuð met eru að sjást líka á suðurpólnum en ísbreiða yfir sjó þar, var hvað minnst nú í mars samkvæmt gögnum úr gervihnetti.  Vísindamenn benda þó á þá staðreynd að ísbreiðan á suðurpólnum geti verið mjög mismunandi milli ára.  Rod Downie hjá WWF orðar það svo að árleg ísbreiða sé eins og hjartsláttur jarðarinnar þegar kemur að því hvernig vindakerfi og hafstraumar virka hverju sinni.  Enn og aftur beinast augu manna að notkun jarðefnaeldsneytis og útblástri vegna þeirra.  Það er orðið mjög nauðsynlegt að færa okkur yfir í aðra orkugjafa segir hann.

Frétt á The Guardian hér