Ótímabær dauðsföll víða í heiminum vegna hnattrænnar mengunar

Milljónir manna deyja árlega vegna sjúkdóma sem rekja má til mengunar af einhverju tagi þegar kemur að loftmengun.   Sumar rannsóknir hafa tengt slík dauðsföll beinlínis við staðbundnar uppsprettur loftmengunar, en gæði hreins lofts í þéttbýli getur líka versnað vegna mengunar frá öðrum svæðum  Ýmis framleiðsla kemur til greina þegar litið er til skaðlegrar loftmengunar og þá einkum útblástur frá framleiðslu ýmis konar.  Áhrif þessa hafa verið skoðuð á bæði loftgæði sem slík og heilsu fólks en það vantar betri rannsóknir þegar kemur að menguðu lofti sem berst til og frá svæðu og álfum víðsvegar um heiminn með andrúmsloftinu.

Þegar reynt er að meta ótímabær dauðsföll vegna agna í andrúmslofti á mismunandi svæðum, kemur þá í ljós að af um 3.45 milljón dauðsfalla sem hægt er að tengja við mengun árið 2007 í heiminum eru um 12% sem tengjast beint við loftmengun sem er á sama svæði og dauðsfall á sér stað þ.e. uppspretta loftmengunar er svæðisbundin.  Um 22% dauðsfalla voru til að mynda tengd við mengun sem barst frá einu svæði til annars.  Til dæmis mengun frá framleiðslu í Kína árið 2007 er tengd við meira en 64.800 ótímabær dauðsföll á svæðum utan Kína og af því er meira en 3.100 ótímabær dauðsföll í vestur Evrópu og Bandaríkjunum.  Á hinn bóginn má tengja meira en 108.600 ótímabær dauðsföll í Kína við mengun frá vestur Evrópu og Bandaríkjunum .

Þessar niðurstöður sýna svo ekki verður um villst að mengun berst með andrúmslofti um allan heim og hefur áhríf langt út fyrir það svæði sem uppsretta mengunar á sér raunverulega stað.  Við erum því öll tengd þegar kemur að loftmengun og enginn afkimi heimsins undanskilinn.

Heimld hér