Tilflutningur tegunda á kaldari svæði mun hafa gríðarleg áhrif á mannkyn

Mikill tilflutningur tegunda yfir á kaldari svæði heimsins mun hafa áhrif á samfélög þar sem um leið berast sjúkdómar, skordýr og aðrir mengunarvaldar yfir á þessi svæði.  Hinar og þessar sjávartegundir dreifa sér á pólarsvæðin og eyða náttúru sem fyrir erþ

Loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif, meðan annars á fjölda dýra og plantna sem svo aftur hafa mikilvæg áhrif fyrir mannkynið samkvæmt teymi vísindamanna.  Eftir því sem hitastig hækkar á landi og í sjó hefur það þau áhrif á tegundir að þær flytja sig á kaldari svæði til þess að komast af og með þeim berast ýmsir sjúkdómar á svæðin sem svo hafa áhrif á uppskeru og frjósemi lífríkis þar.  Vísindamenn vara við því að sumir af þessum tegundaflutningum muni eyðileggja mikilvægan iðnað eins og skógar- og ferðaiðnað og spennan mun magnast um leið yfir auðlindum eins og fiskiauðlindinni.  Þessi mikli tilflutningur tegunda í heiminum getur einnig haft áhrif á gróður og jarðveg.

Mannkynið og samfélög treysta á önnur lífsform á jörðu eins og kemur fram í rannsókninni. Loftslagsbreytingar breyta þessu öllu.  Þessi tegundaflutningur er sá mesti í um 25.000 ár eða síðan á síðstu ísöld segja vísindamenn sem starfa á meira en 40 stofnunum um heim allann.  Þessir flutningar munu skiptast upp í þau dýr sem komast af og dýr sem komast ekki af og þannig endurskipuleggja mynstur vistkerfa þegar kemur að velferð mannkyns og mögulega leiða til átaka.

Loftslagsbreytingar sem keyrðar eru áfram af útblæstri gróðurhúsalofttegunda eru ekki aðeins að hækka hitastigið í heiminum heldur einnig yfirborð sjávar, súrnun sjávar og valda öfga veðurfyrirbærum eins og miklum þurrkum og flóðum í mun meiri mæli.  Allt þetta gerir það að verkum að tegundir færa sig úr stað og yfir á öruggari svæði til þess að komast af.

Tegundir á landi flytja sig um ca. 17 km í átt að pólsvæðum á hverjum áratug og sjávartegundir um ca. 72 km á áratug segir prófessor Gretta Pecl við Tasmaníu háskólann í Ástralíu en hann fór fyrir rannsókninni.  Eftir því sem hitastig hækkar og rigningarmystur breytist, fara ýmsar pestir á kreik eins og moskító sem ber með sér malaríu og flytur sig nú inn á ný svæði þar sem fólk hefur litlar varnir þegar kemur að ónæmiskerfinu.  Mörg dæmi eru til um þetta í lífríkinu og einnig um það að tegundir deyja út og hafa þannig áhrif á vistkerfi um heim allann sem og heilsu mannakyns og samfélög samhliða.  Annað dæmi er Lyme sjúkdómurinn sem hefur verið að breiða sig út með blóðmaurnum í norður Evrópu og norður Ameríku.  Tíföld fjölgun á tilfellum hefur verið í Bretlandi síðan 2001 eftir því sem vetur verða mildari.

Fæðuframleiðsla  verður einnig fyrir áhrifum þegar uppskera brestur þegar framleiðslan er færð á kaldari svæði eins og t.d. kaffiframleiðsla sem þarf að flytja á hærri og kaldari svæði.  Þetta hefur síðan áhrif á framleiðsluna í heiminum.   Ýmsar dýrategundir eins og skordýr, fuglar, froskar og spendýr munu einnig flytja sig til.   Svæði þar sem verðmæt tré eruvegna timburframleiðslu munu breytast á næstu áratugum.  Fisktegundir flytja sig nær pólsvæðum og þar með breytist fiskveiðikvóti eins og t.d. makríll sem hefur aukið veiðar við Ísland og spenna myndast við nágrannaþjóðir.  Vistkerfi mannkyns er því í hættu eins og það er nú.  Vísindamenn vara einnig við ýmsum bjöllutegundum sem færa sig yfir á kaldari svæði og ráðast á trjábörk á norðlægum svæðum og veldur þannig dauða trjáa þar.  Þetta leggur svo til meiri trjábrennslu sem aftur hefur áhrif á meiri útblástur kolefnis í andrúmsloftið.

Stóra spurningin er í raun hvort heimurinn sem heild höndlar allar þessar breytingar.

Heimild í The Guardian hér