Gleðilega páska

Páskar eru fastir í sessi hjá velflestum í íslensku samfélagi.  Uppruni þeirra liggur í trú gyðinga en hér á eftir fer smá fróðleikur um páskana og af hverju þeir eru haldnir hátíðlegir

Páskarnir eru ein helsta hátíð gyðinga. Þá er þess minnst þegar Guð lét plágur herja á Egypta til að faraó leysti Ísraelsmenn úr þrældómi. Við það er litið svo á að þjóð Gyðinga hafi fæðst, en í stað þess að þjóna faraó sem þrælar urðu þeir fylgismenn Guðs.

Kristnir menn halda páska hátíðlega og er hún hátíð hátíðanna og var nefnd „Festum festorum“.  Tilefnið er upprisa Jesú en kristnir menn trúa því að hann hafi risið upp frá dauðum á þriðja degi eftir að hann var krossfestur. Talið er að handtöku og krossfestingu Jesú hafi borið upp á páskahátíð gyðinga.og varð páskalambið að tákni fyrir Jesú í hugum kristinna manna því honum var fórnað á sama hátt og lambinu.

Talið er að Jesú hafi dáið á föstudegi og reis hann upp á þriðja degi frá dauðum þ.e. á sunnudegi. Þeir sem snérust til kristni í fyrstu söfnuðunum og voru þar af leiðandi ekki gyðingar og héldu ekki upp á páska.  Hvorki Jesú né postularnir héldu upp á páska né aðrar hátíðir.  Hins vegar virðist páskahátíðin hafa verið orðin fastur liður þegar kemur á aðra öld eftir krist og í lok fjórðu aldar urðu miklar deilur um tímasetningu atburðanna sem páskarnir eiga að minnast.  Loks var samþykkt á kirkjuþingi í Nikeu árið 325 eftir krist að páskarnir ættu ekki að fylgja tímasetningu páskahátíðar gyðinga heldur fylgja fullu tungli næst jafdægri að vori.

Í kaþólsku kirkjunni var lengi vel siður að fasta í 40 daga fyrir páska og upplifa þannig píningu og píslarvætti Jesú og er fastan kölluð langafasta.  Rétttrúnaðarkirkjan heldur raunar enn í þennan sið en á föstunni má ekki neyta kjötmetis.  Í þrjá daga áður en fastan hefst er svokallaður föstuinngangur og er þá haldin kjötkveðjuhátíð en sú hátíð er enn mikil í mörgum kaþólskum löndum.  Fyrsti dagur föstunnar er öskudagur og á þeim degi eru trúaðir blessaðir í krikjunni og fá krossmark á enni sitt með ösku  Fimmti sunnudagur í föstu er svokallaður boðunardagur Maríu þ.e.sá dagur þegar María mey á að hafa fengið boð frá Gabríel erkiengli um að hún væri barnshafandi og mundi fæða son Guðs.

Á Íslandi í dag er páskahelgin almennt haldin hátíðleg og mánudagurinn eftir páska almennur frídagur.  Fram til ársins 1770 var raunar þriðji í páskum einnig almennur frídagur.  Margir nota páskahelgina til ferðalaga og leiks með fjölskyldu og vinum og á páskadag er hefði fyrir páskaeggjaleit og páskaeggjaáti.

Umhverfisfréttir óskar lesendum sínum gleðilegra páska og notalegrar páskahelgar.