Ný rannsókn á Grænlandsjökli veldur áhyggjum, ísinn bráðnar hratt

Á meðan mannkynið losar meira af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið eins og koltrísýring mun ís á jörðinni bráðna.  Slík bráðnun getur orðið vandamál sér í lagi ef bráðnunin nær til íss yfir landi.  Það er vegna þess að vatnið sem bráðnar bætist í höfin og hefur þannig áhrif til hækkunar sjávarborðs.  Á þessari stundu eru þrjár megin ástæður fyrir því að sjávarborð fer hækkandi.  Í fyrsta lagi er það vegna þess að höfin eru að hitna og hiti veldur veldur útþenslu vatns.  Í öðru lagi þá rennur bráðnaður ís á Suðurskautinu nú út í höfin.  Í þriðja lagi er það bráðnun íss á fjallstoppum en slík bráðnun er mjög lítill hluti af þessu ferli.

Þá er spurningin hve mikið bráðnun Grænlandsjökuls leggur til hækkunar sjávarborðs?  Talið er að það séu um 270 gígatonn af vatni árlega vegna bráðnunar. Bráðnun þessi á Grænlandi getur annars vegar verið vegna hitastigs andrúmsloftsins yfir jöklinum og sólarljóss sem hita upp yfirborð jökulsins.  Hins vegar getur þetta einnig verið vegna þess að stór brot af sporðum jökulsins brotna af íshellunni og falla í hafið.  Slíkt ferli er flókið og á sér í raun stað á undir ísnum. Hlutar íssins fljóta út yfir vatn en aðrir hlutar fljóta yfir landi.  Heit vötn geta komist undir ísinn og lyft honum upp og þannig bráðnar ísinn neðan frá.

Landið undir ísnum er ekki flatt og breytist í sífellu og vegna þessara sífelldu breytinga og hreyfinga þá nær vatn og ís tengingu.  Eins konar afturhverf landmótun á sér stað og gerir auðveldara fyrir ísinn að bráðna og þannig getur íshellann hreinlega fallið saman.  Vísindamenn hafa mikinn áhuga á því að sjá hvernig landmótun undir íshellu á sér stað svo þeir geti betur spáð fyrir um fall íshellu og hækkun sjávarborðs.  Það leiðir okkur að annarri og nýrri rannsókn sem var birt af American Geophysical Union sem kallast Geophysical Letter Review.  Þar nota vísindamenn sérstakan mæli til þess að ná hágæða myndum af landinu undir hröðum hreyfingum Grænlandsjökuls eða á svæði sem kallast Jacobshavn Isbrae.   Vísindamennirnir fljúga með skynjara yfir ísinn í lítilli flughæð.  Skynjararnir taka svo punktana x, y og z sem viðmið.  Þessi aðferð er mun nákvæmari en fyrri aðferðir hafa verið.  Í greininni kemur fram að upphafið að þessari rannsókn hafi verið sú að þessi jökull við Jacobshavn Isbrae hafi verið lítið rannsakaður.   Vísindamennirnir fundu það út að landslagið undir jöklinum var ekki slettlendi heldur var norðurhlutinn mun dýpri en sá syðri.  Munurinn var metinn á milli 300-400 metrum dýpri en áður var talið.  Þeir komust einnig að því að landmótunin á svæðinu var afturhverf sem þýðir að jökullinn þar mun hörfa hratt á komandi árum og áratugum.

Grænlandsís hefur mikil áhrif á loftslag á jörðinni allri.  Slíkar breytingar fara hægt af stað en þegar þær eru komnar á skrið þá er erfitt að stoppa þær.  Þegar íshellan á Grænlandi tekur að hörfa og það mun taka nokkurn tíma að bræða hana, þá er ómögulegt að stöðva það ferli.  Hraðinn á þessu ferli væri áhugaverður en afleiðingarnar verða gríðarlegar bæði samfélags- og efnahagslega.  Núna búa um 150 milljónir manns á svæðum þar sem sjávarborð er um 3 metrar.  Grænlandsjökull einn og sér getur lagt til marga metra í hækkun sjávarborðs.  Ef fólk býr nálægt strandlengju þá er mikilvægasta spurningin “hvenær”.  Þessi rannsókn bendir til þess að “hvenær” geti verið nokkuð fyrr en vonast var til!

Heimild hér