Hve lengi mun líf á jörðu endast – I hluti

Allt líf endar á einhverjum tímapunkti og það á einnig við um líf á jörðu.  Líf á jörðu mun á endanum þurrkast út.  Í millitíðinni getur orðið útdauði ákveðinna tegunda, lífsforma, aldauði ákveðinna tegunda o.s.frv.  Spuningin sem velt er fyrir sér er hins vegar hversu langt er í það að líf á jörði deyi út?  Hér á eftir fer fyrri hluti af umfjöllun um þetta efni.  Þessi hluti fjallar um heimsendaspár vegna hamfara eins og vegna risa eldgosa, loftsteina og kulnun kjarna jarðar.

Ef lesið er í jarðefnin og jarðlögin þá er talið að líf á jörðu sé í kringum 3.5 billjón ára gamalt.  Á þeim tíma hefur það komist hjá því að frjósa í hel, bjargast frá árekstri við steina og stjörnur úr geyminum, lifað af mikla mengun og bráðdrepandi  geislavirkni.  Það er því greinilega erfitt að eyða lífi á jörðu að fullu.  En þegar kemur að heimsendaspám þá er af nógu að taka.  Þá er það spurningin hvað af þeim mun á endanum eyða lífi á jörðu.

Kimanura eruption. Virunga NP, Rep of Congo (formerly Zaire), Central Africa

Hamfarir vegna eldgosa

Tímaramminn hvað risa eldgos varðar má telja á milli 0-100 milljón ára, mögulega.  Talið er að líf hafi eyðst fyrir um 250 milljónum ára þ.e. í lok Permtímabilsins sem er síðasta skeið fornlífsaldar.  Á þessu tímabili voru skriðdýr allsráðandi á þurrlendi en þríbrotar dóu út og froskdýrategundum fækkaði til muna.  Permtímabilið er á eftir Kolatímabilinu.  Kolatímabilið var fyrir 251-299 milljónum ára og er þekkt fyrir aldauðann sem þá varð og er stærsti aldauði sem þekkist.  Þá dóu út um 85% af öllum tegundum á landi og 95% af öllum tegundum í hafi.  Hraun flutu yfir landsvæði á stærð við Bretland og kæfðu allt þar undir.  Enginn veit þó fyrir víst hvað gerðist þó margt bendi til þess að aldauðinn þá tengist gosvirkni að hamfara stærð.   Í dag höfum við áhyggjur af svokölluðum risaeldstöðvum (supervolcanoes) líkt og í Yellostone þjóðgarðinum.  Eyðileggingin sem slíkar hamfarir geta orðið valdar af er þó ekkert á við það sem gerðist fyrir 250 milljónum ára.

Í Síberíu virðist hafa orðið heilmikið og langt tímabil gosvirkni þar sem hraun flæddu yfir og kæfðu allt líf á svæði svipað að stærð og Bretland, allt að átta sinnum.  Gosvirkni af þessari stærðargráðu er þó sjaldgæf.  Enginn veit með vissu hvenær slíkur atburður getur átt sér stað aftur samkvæmt Henrik Svensen hjá Olsóarháskóla en svipaðir atburðir virðast hafa átt sér stað fyrir um 200 milljón árum, aftur fyrir 180 milljón árum og aftur fyrir 65 milljón árum.  En víst er að slíkur atburður mun gerast aftur í framtíðinni og spurningin er ekki hvort heldur bara hvar það mun gerast.  Rannsóknir Svensen benda til þess að slíkt risa hamfaragos geti þurrkað út tegundir allt eftir því hvar gosið kemur upp úr jarðskorpunni.   Mögulega er ekki bara gosi fyrir 250 milljón árum að kenna um aldauðann þá og  mögulega getur salt hafa komið þar við sögu.   Í Síberíu er nefnilega mikið af salti í setlögum.  Við hita frá gosvirkni telur Svensen að mikið magn af gastegundum hafi sloppið út í andrúmsloftið og haft eyðileggjandi áhrif á ozonlagið.  Tegundir alls staðar á jörðinni hafi þurft að aðlaga sig að slíkum hamförum á loftslagi og geislavirkni.   Þess vegna hafi mikið af lífi á jörðu dáið út á þessum tíma.

Neikvæðu fréttirnar eru hins vegar þær að nóg er af slíkum setlögum í dag á jörðinni og eru einar stærstu birgðirnar í austur Síberíu samkvæmt Svensen, sem og í sjó undan ströndum Brazilíu.  Ef hamfaragos af þessari stærðargráðu yrði á þessum svæðum þá mundu margar tegundir á jörðu deyja út.  Það er hins vegar ólíklegt að allt líf muni deyja út.  Margar plöntur lifðu af aldauða Permtímabilsins og bakteríur virðast alveg hafa sloppið.

D4T10A Earth in a meteor shower (Elements of this image furnished by NASA- earthmap for render from http://visibleearth.nasa.gov)

Hætta vegna loftsteina

Tímaramma slíkra atburða má mögulega telja innan 450 milljón ára.  Það má vitna til sögunnar þegar kemur að því að loftsteinar og risaeðlur fara ekki saman.  Slíkur atburður og gerðist þegar risaeðlurnar dóu út vegna áreksturs loftssteins á jörðu getur orðið aftur.   Ef slíkur atburður gat þurrkað út svo stór dýr á jörðu, þá mögulega getur hann þurrkað út líf á jörðu.   Slíkt fer auðvitað eftir því hvar slíkur steinn rækist á jörðu.  Allt er háð staðsetningunni.  Vitað er til þess að loftsteinar hafa oft rekist á jörðu þótt eyðing lífs sé ekki endilega þekkt fyrir alla slíka atburði.   Atburðir eins og þegar risaeðlurnar dóu út eru sjaldgæfir.   Manicouagan gígurinn í Kanada er dæmi um einn stærsta árekstur á jörðu sem vitað er um.  Sá árekstur átti sér stað að virðist vera fyrir um 215 milljónum árum síðan.  Gögn sína að sá árekstur hafði ekki áhrif á útdauða risaeðlanna.   Ástæðan er trúlegast sú að gígurinn þessi er úr kristölluðu bergi því bergtegundin skiptir einnig máli.  Sumar steindir hefðu gefið frá sér gríðarlegt mengunarský út í andrúmsloftið og ollið breytingum á loftslagi og mögulega komið af stað dauða lífvera á jörðu.

Árekstur eins og þegar risaeðlurnar dóu út er sjalfgæfur og gerist vart nema kannski á 500 milljón ára fresti.  Þrátt fyrir að einn slíkur atburður mundi verða er algjör aldauði ólíklegur og aðeins ef eitthvað stærra rækist á jörðina en loftsteinn t.d. önnur pláneta.   Sumir vísindamenn telja að pláneta hafi rekst á jörðina stuttu eftir að hún varð til og þannig hafi tunglið aftur orðið til.  Sveinson telur þó þessa kenningu fremur langsótta.

DW997P Earth core structure illustrated with geological layers according to scale – isolated on black (Texture maps from NASA)

Kjarni jarðar frýs

Tímarammi þess atburðar er talinn 3-4 billjón ár.  Gerð hefur verið kvikmynd um slíkan atburð þ.e. myndin „The Core“ þar sem á dularfullan hátt kjarni jarðar hættir að snúast.   Ef kjarninn hættir að snúast þá missir jörðin segulsvið sitt og þar með er líf á jörðinni í hættu.  Myndin er að sjálfsögðu að mestu vitleysa en þó ekki alveg öll.  Sumir vísindamenn telja að segulsvið jarðar hafi með jónandi agnir frá sólinni að gera sem mundu annars eyða andrúmsloftinu.  Ef slíkt er rétt þá mun auðvitað líf ekki geta þrifist á jörðu án segusviðsins og ekkert andrúmsloft og allt mun deyja.   Mögulega hefur þetta gerst á plánetunni Mars sem talin er að hafi verið lífvænlegri hér áður fyrr.   Árið 1997 fann Jóseph Kirschvink og kollegar hans hjá Tækniskólanum í Pasadena í Californíu vísbendingar um að Mars hafi í raun misst segulsvið sitt.  Þetta virðist hafa gerst fyrir um 3.7 billjón árum síðan sem kemur heim og saman við að á þeim tíma virðist plánetan hafa kulnað samkvæmt Kirschvink.

Segulsvið jarðar er mjög virkt og breytir um stefnu þó það stöðvist ekki alveg.  Sá atburður kallast pólskipti þ.e. norður pólinn verður suðurpólinn og öfugt.  Þetta er talið hafa gerst fyrir um milljón árum síðan.   En getur segulsvið jarðar horfið alveg?  Samkvæmt Richard Holme hjá Háskólanum í Liverpool í Bretlandi þá getur segulsviðið snúið sér, en ekki horfið.  Slík breyting á segusviði hefði ýmis áhrif en hefði ekki teljandi áhrif á líf á jörðu.  Það er því ekki talið að segulsvið jarðar geti horfið með öllu, alla vega ekki á næstunni samkvæmt Richard Harrison hjá Háskólanum í Cambridge í Bretlandi.  Til þess að slíkt geti gerst þá þyrfti kjarni jarðar að harðna og verða allur að bergi.  Nú er innri kjarninn úr bergi á meðan ytri kjarninn er seigfljótandi.  Innri kjarninn stækkar um millimetra á hverju ári og sá ytri er um 2.300 km þykkur, segir Harrison.