Erfðaefni úr mannverum til forna finnst í hellum

Entrance to the Vindija Cave in Croatia, another site from which researchers isolated ancient-human DNA from dirt.

Í fyrsta sinn hafa nú vísindamenn fundið DNA erfðaefni að virðist úr mannverum án þess þó að bein hafi komið við sögu.  Þessi merkilegi fundur opnar nýjar dyr að fortíðinni.  Bein og tennur eru ekki það eina sem notast má við til þess að læra um útdauðar tegundir fortíðar eins og fornar mannverur.  Í fyrsta sinn nú hafa vísindamenn náð mjög fornu DNA úr mannverum án þess að hafa raunverulega jarðneskar leifar viðkomandi.  Aðeins mold úr helli þar sem þessar mannverur bjuggu.  Þessi nýja tækni opnar upp algjörlega nýjar víddir til þess að skoða söguna aftur í fornöld.

Vísindateymi leitt af genasérfræðingnum Viviane Slon og líffræðingnum Matthias Meyer en bæði starfa þau við Max Planck stofnunina – Max Planck Institute for Evolutionary Anthropology í Leipzig í Þýskalandi, fundu í jarðlögum Evrópu og asískum hellum þessa merkilegu uppgötvun sem birt var í Science.   Það er mjög áhugavert að sjá hvað hægt er að vinna úr fornum haug af mold þegar kemur að DNA mengi mannsins segir Michael Bunce við Curtin Háskóla í Perth í Ástralíu.  Slon og Meyer eru ekki þau fyrstu til þess að vinna úr fornri mold.  Eske Willersley hjá Náttúrsögusafninu í Kaupmannahöfn í Danmörku reyndi þetta árið 2003 fyrst til þess að finna út upplýsingar um plöntur og dýr frá fornum tímabilum.  Með þessari aðferð fann hann og teymi hans út að Grænland var einu sinni skógi vaxið.  Slon og Meyer eru hins vegar þau fyrstu til að nota þessa tækni til þess að vinna DNA erfðaefni fornmanna úr mold.

Það að einangra genaefni úr fornum mannverum í moldinni er langt í frá að vera auðvelt.  Mjög sjaldgæft er fyrir það fyrsta að finna efnið í jarðveginum enda miklu auðveldara að finna slíkt úr plöntum og dýrum, mosa og örverum.  Það er líka auðvelt að rugla öllu þessu saman.

Slon og Meyer söfnuðu jarðlögum á ákveðnum svæðum þar sem áður höfðu fundist vísbendingar um Neanderhals (Neanderthalmanninn) eða Denisovans þ.e. forsöguleg tegund tengd mannveru.  Þau skoðuðu sjö hella en tveir af þeim voru í suður Síberíu.   Þau rannsökuðu jarðlögin og tóku sýni.  Þau fundu við þessa rannsókn sína níu forn efðamengi úr forsögulegri tegund mannveru.  Erfðaefni úr Neanderthalmanninum voru í fjórum hellum.  Efni úr forsögulegum Denisovans kom aðeins fram í helli í suður Síberíu.

The Galería del Osario (‘tunnel of bones’) site in Spain, where Neandertal DNA was retrieved from sediment.

En hvenær voru þessar mannverur þá uppi? Að svara þeirri spurningu getur reynst nokkuð erfitt.  Vísindamennirnir leituðu því í eldri jarðlögum að sama erfðaefni til þess að fullvissa sig um að það væri ekki þar.  Í Chagyrskaya hellinum í Síberíu fundust DNA úr dýrum í jarðlögum þar sem einnig fundust bein og ýmis tól úr steinum en ekkert í eldri lögum benti til þess að mannverur hefðu lifað þar.  Gengið var út frá því að erfðaefnið smitaðist ekki í gegnum jarðlögin.   Robin Allaby hjá Háskólanum í Warwick í Coventry í Bretlandi er ekki sannfærður.  Hann telur að mikið magn DNA geti hafa blandast saman.  Hann telur því verulega erfitt að setja tímatal á fundinn.

Nákvæm uppspretta DNA erðaefnisins er því ekki nákvæm.  Slon segir hins vegar að líkamsvessar, hár, bein og þess háttar séu allt möguleikar.  Hver sem uppsprettan er þá er merkilegt að finna erðaefnin og að hægt er að segja til um að mannverur hafi lifað á ákveðnum stað.  Þetta gefur vísbendingar og hægt er að spá um.  Til að mynda fundu Slon og félagar DNA úr Neanderthalmanni í jarðvegi frá Trou Al’Wesse hellinum í Belgíu þar sem forleifafræðingar hafa fundið ýmis tól sem hugsanlega Neaderthalsmaðurinn hefur búið til, þótt aldrei hafi fundist bein.

Vonir standa nú til þess að vísindamenn finni meira af DNA í mold jarðlaga.  Allaby og teymið hans skoðar nú sjávarjarðlög við austurströnd Bretlands í leit að upplýsinum um aðsetur fornra mannvera.  Slík jarðlög geyma vel DNA vegna hitastigs og telur Allaby að DNA erfðaefni sem finnst í jarðlögum undir vatni gæti upplýst um mynstur flutninga fólks frá Afríku og yfir til Ástralíu og Ameríku í förnöld.

Mikkel Winther Pedersen hjá Háskólanum í Cambridge í Bretlandi og hans félagar fundu á síðasta ári DNA í jarðvegi á uppgraftarsvæði á Grænlandi þar sem verið var að skrá hvaleiðar fyrir 4.000 árum síðan.  Petersen vonast til þess að þessi nýja rannsókn breyti því hvernig fornleifafræðingar nálgast uppgraftarsvæði og umfram allt varðveiti moldina.  Jafnvel þótt eigi ekki að nota hana á þeim tímapunkti því það er mögulegt að í henni leynist genamengi Neanderthalsmannsins eftir allt saman!

Heimild hér