Tvöfaldur hraði á bráðnun íss á Norðurskauti samkvæmt nýju mati

Photo: Mario Tama / Getty

Hlýnun á Norðurskautinu, tvöfallt hraðari en á öðrum svæðum á jörðinni, samkvæmt mati sem framkvæmt var á svæðinu.  Hlýnunin hraðar bráðnun íss og hækkun sjávarborðs.

Að skýrslunni komu meira en 90 vísindamenn en þeir skoðuðu bráðnun ís á sjó og á jökum almennt ásamt breytingum á vistkerfum og veðurfari.  Í matinu kemur fram að frá 2011 – 2015 er Norðurskautið hlýrra en áður eða síðan skráningar hófust í kringum 1900.  Ís yfir sjó heldur áfram að bráðna og helmingi minni snjóbreiða er í júní árhvert síðan árið 2000.  Niðurstöðurnar eru unnar úr gögnum er varða snjó, vatn, ís og frost í jörðu.  Matið byggir á rannsóknum sem gerðar eru á fimm ára festi og sendar Arctic Council.  Síðasta mat var gert árið 2011.

Niðurstöðurnar eru sláandi en Norðurskautið er í hættu segir Rafe Pomerance sem stýrir nefnd er kölluð er Arctic 21 en hann vann sem aðstoðarmaður ráðherra umhverfismála í tíð Bill Clinton.  Framtíð Norðurskautsins eins og komið er þarf að vera eftirleiðis í höndum og undir eftirliti stjórnvalda en ekki vísindamanna segir hann.   Í skýrslunni kemur fram að búist er við aukinni hækkun sjávarborðs.  Lægsta mat á hækkun sjávarborðs nú er tvöfalt meira en árið 2013 þegar mati kom út á vegum IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change.  Í raun sýna nýjustu útreikningar að meðalmat IPCC ætti að vera lægsta mat eins og staðan er í dag.

Í einni útgáfunni þar sem vísindamenn gefa sér að kolefnisútblástur hækki lítillega uppfyrir markmið sem sett hafa verið nú í París árið 2015, þá er gert ráð fyrir aukiningu um alla vega 0.52 metra fyrir árið 2100, miðað við viðmið síðan 2006.  Gert er þó ráð fyrir hækkun í kringum 0.74 metrum.   Þrátt fyrir að mikil minnkun yrði á útblæstri góðurhúsalofttegunda allt til loka aldarinnar þá yrðu engu að síður miklar breytingar á næstu áratugum samkvæmt Morten Skovgard Olsen, en hann er sá sem samræmdi matið og leiðir dönsku orkumálanefndina.

Norðurskautið eins og það mun líta út um miðja öldina er allt annað Norðurskaut en það sem við sjáum og þekkjum í dag segir hann.

Nature_Trendwatch_Arctic-warming-map_04.05.2017-NEW

Heimild hér