Sjúkdómar liggja grafnir í jarðvegi sem þiðnar óðum

Í gegnum tíðina hefur mannkynið lifað samhliða bakteríum og vírusum.  Allt frá kýlapestum eins og Svarta dauða til bólusótta sem gengið hafa yfir mannkynið, þá hafa hvoru tveggja þróast.  Mannkynið myndar varnir en vírusar og bakteríur þróast til þess að finna leið til að smita okkur.  Við höfum þróað bóluefni í meira en öld eða síðan Alexander Fleming uppgötvaði pensilínið.  Á sama tíma hafa bakteríur brugðist við með því að þróast og verða ónæmar fyrir bóluefnum.  Baráttan er því endalaus.  Af því að við erum svo mikið innan um alls kyns sýkla þá myndum við ákveðnar náttúrulegar varnir.  En hvað mundi hins vegar gerast ef skyndilega yrði laus bráðdrepandi baktería eða virus sem hefur verið fjarri okkur í þúsundir ára og við aldrei áður þekkt?  Það gæti nefnilega verið að við myndum bráðlega fá að kynnast slíku.  Vegna loftslagsbreytinga fer frost úr jörðu á stöðum þar sem hefur verið sífreri í þúsundir ára.  Um leið og jarðvegurinn þiðnar, losna úr læðingi hinir ýmsu vírusar og bakteríur sem voru uppi til forna og hafa legið í dvala mjög lengi.

Í ágúst 2016, á afskekktu túndrusvæði í Síberíu sem kallast Yamal Peninsula, dó 12 ára drengur og 20 aðrir voru lagðir inn á spítala eftir að þeir smituðust af miltisbrandi, en miltisbrandur er smitsjúkdómur af völdum bakteríunnar Bacillus anthracis.  Fólk getur smitast af honum ef það kemst í snertingu við smituð dýr, hræ eða mikið magna f miltisbrandsgróum.   Kenningin um smit drengsins og fólksins í Síberíu er sú að fyrir 75 árum síðan, dó smitað hreindýr á svæðinu og endaði undir nokkrum lögum af jarðvegi sem síðan fraus.  Þar lá það grafið þar til hitabylgja kom sumarið 2016 og sífrerinn tók að þiðna.    Þar með þiðnaði hræið og losaði frá sér smitandi miltilsbrandsgró í nærliggjandi jarðveg og vatn og þaðan í fæðu.  Yfir 2.000 hreindýr á nærliggjandi svæðum smituðust og þannig nokkuð af fólki líka.   Það er nokkuð augljóst að þetta er og verður ekki einangrað tilvik og einungis dæmi um það sem gæti gerst oftar í framtíðinni.

Jafnhliða því sem hlýnar á jörðinni þiðnar sífrerinn úr jörðu.  Undir venjulegum kringumstæðum þiðnar niður á 50 m dýpi á hverju sumri.  En þegar hnattræn hlýnun bætist við þá þiðnar meira af sífrera sem liggur dýpra í jörðu.  Sífrerinn er hinn fullkomna geymsla fyrir bakteríur til þess að liggja í dvala yfir langan tíma, jafnvel milljónir ára.  Þetta þýðir að ís sem þiðnar getur mögulega opnað pandórubox af sjúkdómum.   Til dæmis hafa vísindamenn nú þegar uppgötvar óspillt sýni af vírusnum Spænsku veikinni í líki sem grafið var upp í fjöldagröf á túndrusvæði í Alaska.  Hitastig á norðurpólsvæðinu fer hratt hlýnandi eða um þrisvar sinnum hraðar en restin af jörðinni.  Um leið og ísinn og sífrerinn þiðna, opnast leiðir fyrir aðra sjúkdóma til þess að vakna upp af löngum dvala.   Slík svæði eru bestu geymslur sem hugsast getur fyrir alls kyns vírusa og bakteríur vegna þess að þar er kalt, ekkert súrefni og dimmt segir líffræðingurinn Jean Michel Claverie hjá Aix-Marseille Háskólanum í Frakklandi.  Síklar sem geta smitað mannkynið og dýr eru hugsanlega geymd í ævagömlum frosnum jarðlögum á þessum svæðum þar með taldir síklar sem hafa valdið heimsfaröldrum í fortíðinni.

Snemma á 20.öldinni einni dóu yfir milljón hreindýr vegna miltisbrands.  Það er ekki auðvelt að grafa mjög djúpar grafir á sífrerasvæðum svo mestmegnis  af þessum hræum liggja nálægt yfirborði t.d. nyrst í Rússlandi.   Stóra hættan er því hvað mögulega liggur falið í frosnum jarðveginum.   Fólk og dýr hafa verið jörðuð á svæðunum í margar aldir svo óhjákvæmilega liggja þar í dvala ýmsir fornir sjúkdómar sem geta losnað úr læðingi.   Spænska veikin er líklega grafin á túndrusvæði í Alaska og kýlapest og svarti dauði á svæðum í Síberíu.  Í rannsókn sem Boris Revich og Marina Podolnaya gerðu kemur fram að afleiðingar slíkrar þiðnunar á sífrera eru þær að sjúkdómar sem þekktust á 18. og 19.öld geta komið aftur fram sérstaklega á svæðum þar sem kirkjugarðar eru og fórnalömb hinna ýmsu sjúkdóma liggja grafin.

Í kringum 1890 braust út heilmikil kýlapestarfaraldur í Síberíu.  Í einum bænum dóu um 40% bæjarbúa.   Líkamsleifar þeirra voru grafnir undir frosnum efri jarðvegslögum á bökkum árinnar Kolyma.   Nú um 120 árum síðar er áin farin að rjúfa bakka sína og sífrerinn að þiðna með miklum hraða.

Verkefni er nú í gangi og hófst í kringum 1990 þar sem vísindamenn frá State Research Center í veirufræði og  líftækni í Novosibirsk greina sýni úr mannverum frá steinöld í suður Síberíu á svæðinu við Gorny Altai.   Þeir eru einnig að skoða sýni úr líkamsleifum fólks sem dóu í faraldri á 19.öldinni og var grafið á sífrerasvæði í Rússlandi.  Vísindamennirnir segjast hafa fundið lík sem þeim sýnist hafa vekst af einhverskonar kýlapest.  Þeir hafa ekki einnþá fundið bólupestarvírus þó þeir hafi fundið DNA sýni með brot af slíku í sér.   Þetta eru ekki fyrstu dæmin um að slíkar pestir vakni aftur til lífsins.  Í rannsókn síðan 2005 fundu vísindamenn frá NASA bakteríu og náðu að einangra hana en hún hafði legið í frosinni tjörn í Alaska í um 32.000 ár.  Bakterían kallast Carnobacterium pleistocenium og hefur legið frosin síðan á Pleistósentímabilinu sem er jarðsögulegt tímabil er hófst fyrir 2.588.000 árum og lauk fyrir um 11.590 árum eða við lok kuldaskeiðs Yngra Drýas.  Á þessu tímabili eru reglubundin jökul- og hlýskeið og þá voru ennþá loðfýlar á jörðu.

Tveimur árum síðar tókst vísindamönnum að finna um 8 milljón ára gamla bakteríu í ís undir yfirborði jökuls við Beacon- og Mullinsdal á Suðurskautinu.  Í þeirri rannsókn fannst einnig baktería sem talin er vera um 100.000 ára gömul.   Hafa ber í huga að ekki allar bakteríur lifa af eftir að liggja frosnar lengi.  Miltisbrandurinn hefur hins vegar sérstaka eiginleika til þess að komast af og getur lifað frosinn í meira en öld.  Aðrar bakteríur sem eru svipað harðgerar og miltisbrandsbakterían eru bakteríur sem orsaka stífkrampa og tauga- og lömunarveiki.  Sumar sveppategundir geta einnig lifað af langan tíma í frosnum jarðlögum ásamt ýmsum vírusum.

Í rannsókn sem gerð var árið 2014, fundust tveir risavírusar (Pithovirus sibericum og Mollivirus sibericum) sem höfðu verið grafnir í sífrera í Síberíu í yfir 30.000 ár.  Þeir uppgötvuðust á um 100 feta dýpi við strönd á túndrusvæði.    Um leið og þeir fundust urðu þeir smitandi.  Sem betur fer fyrir okkur mannkynið þá smita þeir aðeins einfrumunga (Amöbur).   Rannsóknin bendir þó til að aðrir vírusar geti raunverulega smitað mannkynið og gætu fundist með sama hætti og þessi.   Vegna þess að heimskautaísinn bráðnar, þá er norður strönd Síberíu berskjölduð frá hafi.  Alls kyns nýting auðlinda eins og gullnám, boranir vegna olíu- og gasleitar og þess háttar er arðbært.   Enn sem komið er hafa þessi svæði fengið að vera í friði.  Hins vegar er ekki víst að það verði miklu lengur og slíkt rót gæti haft gríðarlegar afleiðingar.  Risa vírusar eru trúlega hættulegastir og erfiðastir ef þeir komast út við slíka vinnslu, jarðvegseyðingu o.s.frv.  Við gætum verið að tala um vírusa sem þekktust þegar Neanderthals maðurinn var uppi og Denisovans, en þeir voru á svæði í Síberíu.   Fundist hafa leifar af Neanderthalsmanni síðan fyrir 30-40.000 árum síðan í Rússlandi.   Mannkynið hefur lifað, sýkst og dáið í þúsundir ára.  Allt síðan 2014 hefur Dlaverie leitað og rannsakað DNA sem fundist hefur í sífrera og reynt að finna vírusa og bakteríur sem smitað gætu mannkynið.  Hann hefur fundið margar bakteríur sem mögulega eru hættulegar mönnum.  Vísindateymi hans hefur einnig fundið nokkuð að DNA sem virðast koma frá vírusum eins og herpes.  Enn hefur hann ekki fundið bólusótt.   Af augljósum ástæðum þá hefur vísindateymið ekki reynt að skoða risa vírusa.  En mikilvægt er að undirbúa mannkynið og finna bóluefni og varnir.

Nú í febrúar 2017 fundu vísindamenn frá NASA 10-50.000 ára gamlar örverur í kristalnámu í Mexíkó.   Örverur eru eitt elsta lífsform á jörðu og voru til fyrir um 3.5 billjón árum síðan eða þegar sjór var yfir jörðinni allri og hitastig við suðumark.  Löngu fyrir tíma risaeðlanna.  Örverurnar fundust í kristalhelli sem er partur af námu í Naica í norður Mexíkó.  Töluvert af kristöllum sem urðu til fyrir hundruðum og þúsundum árum síðan eru í námunni.  Bakterían fannst síðan í vökva sem var í einum kristalnum.   Um leið og kristallinn opnaðist og súrefni komst að fór hún að fjölga sér.  Ekki er búið að birta skýrslu um þessa rannsókn í heild sinni.   Jafnvel enn eldri baktería fannst í Lechuguilla hellinum í Nýju Mexíkó um 1.000 fetum neðanjarðar.  Þær örverur hafa ekki sést á yfirborði jarðar í yfir 4 milljónir ára.  Sólarljósið nær aldrei í hellana og þeir eru algjörlega einangraði.  Talið er að það taki um 10.000 ár fyrir vatn frá yfirborði að komast að þeim.   Ýmsar bakteríur hafa fundist á undanförnum árum sem talið er að hafi ekki komist í snertingu við mannfólkið og standist ekki bóluefni sem til eru.

En hversu miklar áhyggjur þurfum við að hafa af þessu öllu?  Eftir því sem jörðin hlýnar verða lönd á norðlægum slóðum berskjaldaðri fyrir því að sjúkdómsfaraldrar komist af stað eins og t.d. malaria og mögulega aðrir sjúkdómar sem fjallað hefur verið um hér að ofan.  Flestir telja að ekki skuli litið fram hjá þessari hættu þrátt fyrir að ekki sé hægt að staðfesta eitt né neitt.   Mögulega getum við smitast af einhverju í framtíðinni en ekki er hægt að fullyrða um það eða hve hættan er raunverulega mikil eða lítil.  Best er því að halda áfram að rannsaka og reyna að þróa bóluefni og vera viðbúin.

Heimild hér