Ferðamennska eyðleggur borgir segir yfirmaður markaðsmála í Amsterdam

Frans van der Avert, yfirmaður markaðsmála í Amsterdam beinir spjótum sínum að Ryanair og Airbnb þegar hann gagnrýnir ferðamennsku í Evrópu.  Segir hann að margar sögulegar borgir Evrópu fari hnignandi vegna mikils álags af ferðamennsku.   Segir hann beinlínis að þessar borgir svo gott sem deyi vegna ferðamennskunnar þar sem enginn vilji búa í þar lengur.  Þetta á við um margar smærri borgir í Evrópu sem eru að eyðileggjast vegna yfirgangs af ferðamönnum.  Segir hann að nú sé svo komið að ekki sé sett einu sinni 1 evra lengur í að markaðssetja Amsterdamborg því þar vilji íbúar ekki fleiri ferðamenn.  Ef eitthvað, þá vilji Íbúar frekar auka gæði ferðamanna þ.e. fá fólk sem hefur raunverulegan áhuga á borginni en ekki einhverja bakpokaferðalanga sem vilji bara skemmta sér.   Við sjáum mikið af ferðamönnum sem bera nákvæmlega enga virðingu fyrir borginni og einkennum hennar segir hann.  Ferðamenn sem eyða litlu á ferðum sínum eru til vandræða og nefnir hann þar sérstaklega farþega Ryanair og segir þá vera þá háværustu.

Hann segir ástandið vera svipað þegar kemur að Barcelona, Prag og Bubrovnik og að ferðamennskan sé beinlínis að snúast í höndunum á þessum borgum.  Amsterdam er ekki svo stór borg en þar búa um 800.000 íbúar.  Hins vegar koma þangað um 17 milljónir ferðamanna á hverju ári.  Þegar talað er um íbúa og ferðamennsku er það alltaf í samhengi við störf fyrir íbúa.  Íbúum er hins vegar orðið alveg sama og vilja ferðamennina burt.  Van der Avert bætir við að það sé orðið svo mikið um Airbnb útleiguíbúðir í miðborginni og við canalinn að borgin sé orðin tóm af íbúum því þeir vilji ekki búa þar lengur.  Deilihagkerfið er þannig orðið hættulegt.  Um Airbnb segir hann að þar sé um billjón dollara fyrirtæki að ræða sem hreinlega eyðilegi borgir.  Hann útskýrir að markaðsvinna í Amsterdam sé fyrir íbúana, fyrirtækin og ferðamenn og að það þurfi að vera jafnvægi þarna á milli.  Borgin þarf að vera íbúavæn, en jafnvægið skortir eins og staðan er nú.  Þrengt sé að íbúum og ferðamenn séu orðnir mikilvægari en þeir.

Borgaryfirvöld í Amsterdam hafa nú komið fram með yfir 70 aðferðir til þess að mæla ferðamennsku í baráttu sinni við yfirgang hennar.  Nú hefur verið ákveðið að loka siglingu inn í borgina og ekki verða fleiri hótel byggð í borginni.  Til þess að leigja út á Airbnb verður fólk að skrá sig sérstaklega og aðeins má leigja fjórum gestum í einu og aðeins í 60 daga (2 mánuði) á ári.  Ef ekki er farið að þessum reglum er sektin 20.000 evrur.   Verið er að reyna að dreifa ferðamönnum og stækka svæðið í borginni sem þeir eru á, en það er ekki lausnin segir hann.  Íbúar borgar gera borg að því sem hún er og öll markaðsetning þarf að vera í sátt við þá.

Heimild hér