Skjálfti upp á 7 í Kína, margir látnir og slasaðir (uppfært)

Mynd: CGTN -Frá Jiuzhaigou

Gríðarlegur jarðskjálfti upp á 7 að stærð varð í suðvestur Sichuan héraði í Kína í gær.  Er biðlað til allra sem geta lagt hönd á plóg við hjálparstarf um að koma og skipuleggja starfið og reyna að bjarga þeim sem eru slasaðir.  Í það minnsta 13 hafa látist og um 175 slasast, 28 þeirra mjög illa.  Stjórnvöld eru að reyna að meta áhrif skjálftans og flytja fólk af svæðinu.  Skjálftinn verður á sama tíma og mikil flóð eru á svæðinu, skriður fallið og ferðamannatíminn í hámarki.

Verið er að gera allt sem hægt er til að tryggja fólk og koma því í skjól.

Hægt er að fylgjast með fréttum af atburðinum hér

 

Uppfært:

Nú hafa að lágmarki 19 manns látist og 247 manns slasast eftir skjálftann.  Um 31.500 ferðamenn hafa verið fluttir af svæðinu og búið er að setja upp neyðarskýli í Zhangzha, Sheraton Jiuzhaigou og í Moon Valley (Yueliangwan).   Sicuan Wolong svæðið er friðaður þjóðgarður, en þar er eitt mikilvægustu vistsvæðum friðaðra panda en talið er að dýrin hafi sloppið í skjálftanum.

Um 770 eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu þar af einn skjálfti upp á 4.8 að stærð.  Hættan á skriðuföllum hefur aukist til muna þar sem rigningar hafa verið miklar.