Enn halda hörmungarnar áfram eftir stóran skjálfta í Kína

Mynd: CGTN -Frá Jiuzhaigou

Tala látinna er nú komin upp í 20 og um 430 manns eru taldir slasaðir eftir stóran skjálfta um 7 að stærð sem reið yfir Jiuzhaigou sýslu og Sichuan Province þjóðgarðinn á þriðjudag.  Yfir 60.000 ferðamenn hafa verið fluttir af svæðinu.

Herinn er nú mættur á svæðið með 88 manna björgunarlið ásamt 5 leitarhundum.  Um 1300 hermenn taka þátt í björgunarstörfum ásamt fjölda tækja og flugvéla og 9 alþjóðlegir læknar eru komnir á svæðið.

Hér að neðan má sjá myndband af svæðinu fyrir og eftir skjálftann.  Svæðið hefur verið rómuð náttúruperla og vinsæl ferðamannaparadís.  Nú er þarna eyðilagt að sjá.

Myndband fyrir og eftir af svæðinu