Áhrif flóða sem verða nú á öðrum tíma en áður í Evrópu

Loftslagsbreytingar hafa haft töluverð áhrif á þann tíma þegar flóð eiga sér stað almennt um alla Evrópu á síðustu 50 árum, samkvæmt nýrri rannsókn. Á sumum svæðum eins og á suður Englandi hefjast flóð nú almennt 15 dögum fyrr en þau gerðu fyrir 50 árum.  Ef horft er hins vegar til áa í kringum Norðursjó þá virðist þar vera breyting í hina áttina þ.e. seinkun í kringum 8 daga.  Rannsóknin var birt í blaðinu Science.

Flóð sem verða í ám hafa meiri áhrif á líf fólks en aðrir þættir þegar kemur að náttúruhamförum.  Tjón vegna slíkra flóða er talið yfir 100 billjónir dollara á hverju ári.  Vísindamenn hafa í langan tíma spáð því að hlýnandi loftslag muni hafa bein áhrif á þessi flóð en þar til nú hefur verið erfitt að benda á þessar afleiðingar.   Margir þættir hafa áhrif á flóð með tilliti til rigninga eins og magn raka í jarðvegi og breytingar á landnotkun sem geta hraðað vatnflóði t.d. í hliðum.   Þessi nýja rannsókn býr til gagnagrunn frá allri Evrópu þar sem skoðuð eru 4.262 svæði í 38 löndum og nær grunnurinn allt til ársins 1960.  Koma fram skýr tengsl þó flókin séu á milli loftslagsbreytinga og flóða í ám.

Flóðatími í Evrópu – Bláar örvar þýða flóð fyrr vegna breytinga raka í jarðvegi. Gular örvar þýða flóð fyrr vegna bráðnunar ís og snjó

Mestar breytingar virðast vera í norðaustur Evrópu í kringum Scandinavíu þar sem bráðnað hefur mikill ís og snjór vegna hækkandi hitastigs sem leiðir til vorflóða fyrr en áður.  Um 50% af eftirlitsstöðvum sýna nú flóð allt að 8 dögum fyrr en þau gerðu fyrir 50 árum síðan.  Mesta breytingin er í vestur Evrópu þ.e. frá Portúgal upp að suður Englandi.  Helmingur stöðva þar sýnir flóð 15 dögum fyrr en áður.  Um ¼ stöðva sýnir síðan flóð allt að 36 dögum fyrr en árið 1960.  Á þessum svæðum er þó ekki ís og snjóbráð um að kenna heldur raka í jarðvegi.  Mest regn fellur yfirleitt að hausti og geymist í jarðveginum.  Meira regn en áður ásamt því sem það verður fyrr þýðir að grunnvatn flýtur yfir fyrr.  Prófessor Gunter Blöschl hjá Tækniháskólanum í Vín telur þetta þannig samhengið á milli þess að gríðarlega mikið regn fellur á móti venjubundu magni af regni.  Í suður Englandi hefur bæði rignt mun meira og í lengri tíma en áður.  Þetta hefur haft í för með sér hækkun grunnvatns og þar með meiri raka í jarðvegi en venjulegt er.

Hins vegar á svæðum í kringum Norðursjó t.d í Hollandi, Danmörku og í Skotlandi virðast flóð verða síðar en áður.  Telja vísindamenn það vera vegna breytinga í Norður Atlantshafssveiflunni (NAO) svokölluðu en það er loftslagsfyrirbæri sem í raun lýsir sveiflunum í loftþrýstingi yfir Norður Atlantshafi.  Þessi sveifla sýnir muninn á loftþrýstingi á milli Íslands og Asoreyja en sá munur segir síðan til um stefnu og styrk vestanáttar yfir Norður Atlantshafinu og er helsti orsakaþátturinn þegar kemur að breytilegu veðurfari í Evrópu.  Þessi Norður-Atlantshafssveifla er öflugasta loftslagsfyrirbærið á norðurhveli jarðar enda til staðar allt árið um kring.  Öflugust er hún þó yfir vetrarmánuðina frá desember til mars.   Þetta veðurfyrirbæri ýtir stormum yfir hafið og inn yfir Evrópu.

NAO er þannig drifið áfram af loftþrýstingi á milli Norðurpólsins og miðbaugs.  Nýlega hafa orðið hraðar breytingar á hitastigi á pólsvæðum en það spilar saman með þessum þrýstingi og breytir stefnu sveiflunnar og þar með stormunum.  Samkvæmt þessari nýju rannsókn þá koma þessir stormar nú seinna en áður og af þeim sökum koma flóðin í sumar árnar líka síðar en áður.   Prófessor Blöschl segir að þessi nýja rannsókn sýni skýr áhrif loftslagsbreytinga á líf fólks á mörgum svæðum nú.  Ekki er þó víst um nokkur svæði ennþá.  Erfiðara er að segja til um þau svæði sem verða fyrir áhrifum af NAO og er ennþá verið að rannsaka það.

Rannsóknin sér fyrir mikil áhrif í framtíðinni sem geta magnast enn vegna breytinga á tíma flóða.  Áhrif gætu orðið á vistkerfi áa þar sem lax mun mögulega hrygna síðar á árinu.  Það gætu einnig orðið vandræði þegar kemur að vatnsaflsvirkjunum og ekki síst áhrif á landbúnaðarsvæði sem haldast lengur blaut.  Hitaáhrifin geta síðan haft áhrif á magn flóða segir prófessor Blöschl.  Flóðavarnir í Evrópu verða að aðlaga sig að þessum breytingum.

Aðrir þættir sem talið er að verði fyrir áhrifum vegna breytts tíma flóða samkvæmt rannsókninni, er hvernig við skilgreinum og skiljum hættur af flóðum og hvernig við bregðumst við þeim.  Margir sérfræðingar telja að vegna breytts flóðatíma muni breytingar verða mjög miklar á því hvernig við skiljum hættuna á flóðum í ám og hvernig við eigum að bregðast við þeim í framtíðinni.  Flestar borgir og bæir í Evrópu eru byggðar á svæðum þar sem ár renna og hættan af flóðum er metin út frá eldri flóðum segir Mark Maslin prófessor í loftslagsfræðum hjá Háskólanum í London.  Rannsóknin sýnir að sú aðferð mun vanmeta hættuna af flóðum sem nú eiga sér stað fyrr á árinu en áður og þar með meiri áhrif af þeim en áður.  Þetta þýðir að þær varnir sem hafa verið byggðar upp í gegnum tíðina þegar kemur að flóðum verður að endurmeta í einu og öllu á ný.

Heimild hér