El Nino veldur margföldun kolefnis í andrúmslofti

Mynd: Barecroft Media/Getty – Skógareldar í Asíu

Veðurfyrirbærið El Nino á árunum 2014-2016 er talið hafa orsakað mikla skógarelda sem aftur gerðu það að verkum að út í andrúmsloftið fóru um 3 billjón tonn af kolefni.  Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem kynnt var á fundi Vistfræðifélags Bandaríkjanna í Portland, Oregon.  Mælingar sem gerðar voru af NASA sýna að El Nino hefur aukið útblástur kolefnis á þrjá vegu.  Hið háa hitastig og þurrkar sem verið hafa valda auknum skógareldum í Asíu, á sama tíma og þurrkar hamla gróðri á Amason svæðinu sem aftur veldur því að minna af plöntum taka upp kolefni í andrúmsloftinu til geymslu.  Í Afríku fer síðan saman hækkandi hitastig og rigningar sem valda því að meira af kolefni losnar úr skógsvæðum.   Þegar litið er yfir heildina á árbilinu 2006 – 2015 er kolefni sem fer út í andrúmsloftið vegna skógsvæða, þrisvar sinnum meira en árlegt meðaltal, hvort sem um er að ræða vegna, breyttrar landnotkunar, skógarelda eða beinnar losunar í andrúmsloftið.

Berrien Moore er sérfræðingur í andrúmslofti hjá Háskólanum í Oklahoma og einn af höfundum rannsóknarinnar.  Hann segir El Nino athyglisvert fyrirbæri og mikilvæga uppgötvun.  Vísindamenn hafa notast við gervitungl til þess að rannsaka plöntur í áratugi.  Þar til nýlega gáfu þessi gögn þó aðeins óbeinar mælingar af því hvernig plöntur bregðast við kolefni í andrúmslofti með því að fylgjast með lífmassa plantna og grænum lit þeirra.  Nú hefur litið dagsins ljós ný tegund af gervitungli OCO-2 sem fylgist með kolefni (CO2) úr geyminum og var El Nino 2014-2016 fyrsta verkefnið.

Áður hefur verið mælt hvernig koltvísýringur hefur áhrif á plöntur segir David Schimel vistfræðingur hjá NASA.  Nú loksins getum við farið að sjá hvað var rétt hjá okkur og hvað rangt.  Með því að bera saman gögn frá OCO-2 gervitunglinu og gervitunglum sem mældu metan og kolmónoxíð sést hvernig skógar um allan heim verða fyrir sjokki af El Nino veðurfyrirbærinu.

Abigail Swann, sérfræðingur í andrúmslofti og líffræðingur hjá Háskólanum Washington í Seattle segir allar líkur á að áhrifin verð flóknari í framtíðinni.  Árin 2014-2016 var hinn fyrsti stóri El Nino þar sem áhrifin eru sýnileg á árlegum kortum gervitungla Landsat og Evrópsku geimvísindastofnunarinnar Sentinel.  Útreikningar kortagerðasérfræðingsins Matthew Hansen hjá Háskólanum í Maryland, Collage Park sýna að fjöld trjáa sem eyðast um allan heim eykst um 50% á árunum 2015-2016.  Skógar í S-Ameríku, Asíu og Afríku verða hvað verst úti.

En sumt er enn óvíst þegar kemur að El Nino og áhrifum á skóga.  Hansen segist sjá merki hjá sér um að skógareldar aukist mjög mikið í mið Afríku og Brasilíu þar sem árleg skógareyðing rúmlega tvöfaldast en OCO-2 virðist ekki sjá það sama.  Hansen tekur fram að gervitungl sem fylgjast með kolefni séu ekki eins skörp og Landsat og Sentinel gervitungl og það gæti því hafa ollið því að þau missa af einhverjum skógareldum.  Forstöðumenn OCO-2 viðurkenna að tæknin sé ekki endanleg.  Hins vegar er ný tækni á leiðinni sem verður send Alþjóðlegu geymvísindastöðinni árið 2018 sem gæti gefið mun skarpari sýn þegar kemur að plöntum og viðbrögðum þeirra við öfga veðurfyrirbærum.  NASA mun þá fylgjast með lífmassa plantna og skóga og stofnunin Ecosystem Spaceborne Thermal Radiometer Experiment on Space Station (ECOSTRESS) mun mæla vatnsnotkun plantna.  Japanska Hyperspectral Imager Suite (HISUI) mun hjálpa til við að fylgjast með efnafræði og samsetningu plantna ásamt útbreiðslu tegunda.  Mögulega bætist í þessa samvinnu notkun á OCO-3.  Donald Trump hefur hins vegar sagt að hann ætli að hætta við uppbyggingu OCO-3 en óvíst er hvort þingið verður honum sammála.

Ef öll þessi samvinna nær hins vegar að ganga upp er von til þess að góð heildarmynd fáist á hegðun plantna.

Heimild hér