Áformað að loka Kísilverinu í Helguvík ef ljósbogaofn fer undir ákveðin mörk eða stöðvast.

Mynd: Vilborg G Hansen – United Sillicon í Helguvík 2017

Umhverfisstofnun hefur sent bréf til Sameinaðs Sílikon hf vegna kísilversins í Helguvík sem var gangsett þann 11.nóvember 2016.  Áform eru nú uppi um stöðvun rekstrarins en gríðarlegur fjöldi kvartana eða um 1.000 hafa borist frá upphafi vegna líkamlegra einkenna og ólyktar.  Fjölmörg vandamál hafa komið upp sem ekki enn hafa verið leyst þrátt fyrir fresti.

Ýmis mengunaróhöpp hafa orðið við verksmiðjuna en þann 4.apríl s.l. kviknaði eldur í vörubrettum inn í ofnhúsi verksmiðjunnar meðan verið var að opna töppunarholu með þeim afleiðingum að heit glóð skaust á vörubrettin sem ollu brunanum.  Þann 18.apríl kviknaði í einangrandi timburgólfi og veggjum umhverfis rafskaut á efstu hæð verksmiðjunnar vegna útleiðslu.  Þann 17.júlí varð óhapp þar sem verklag var ekki rétt þegar skipt var um töppunarholu.  Þá varð mikill þrýstingur vegna rafskauta til þess að deiglur yfirfylltust og heitur málmur bræddi rafbúnað á töppunarpalli.  Þessi óhöpp hafa síðan leitt til þess að ljósbogaofn verksmiðjunnar hefur stöðvast og valdið mengun í kjölfarið.

Umhverfisstofnun stöðvaði starfsemi verksmiðjunnar með bréfi þann 25.apríl s.l. og heimilaði síðan aftur gagnsetningu ljósbogaofns með bréfi þann 19.mai s.l.   Átti þá að hafa verið unnið að endurbótum sem áttu að skila árangri í að draga úr lyktarmengun.  Nú eru liðnir rúmlega þrír mánuðir frá endurræsingu, en forsendur fyrir henni voru endurbætur á ofni og jaðarbúnaði til þess að tryggja hærri afsogshitastig.  Fyrstu mælingar fela hins vegar ekki í sér fullnægjandi skýringar á lyktarmenguninni en von er á nánari niðurstoðu í lok ágúst.  Á sama tíma hafa fjöldi kvartana borist um lykt.  Umhverfisstofnun ákvað að standa fyrir sérstakri mælingu á formalehýði, brennisteinstvíoxíð og kolmónoxíð.  Ekkert mældist í íbúðarhverfi en væg lykt fannst og virtist staðbundin.  Í síuhúsi mældist formaldehýð um 0.2ppm og kolmónoxíð um 123mg/3.

Niðurstaða Umhverfisstofnunar er því sú að samkvæmt 40.gr laga 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir sbr. breytingar sem tóku gildi þann 1.júlí s.l. er rekstraraðilum skylt að tryggja að starfsemi þeirra sé í samræmi við ákvæði laganna og settra reglugerða samkvæmt þeim, starfsleyfisskilyrði og almennar kröfur.  Enn fremur skulu forráðamenn fyrirtækja og stofnana samkvæmt 9.gr reglugerðar 787/1999 um loftgæði sjá til þess að reykur, ryk og lofttegundir sem eru hættulegar, dunillar eða lyktarmiklar, valdi ekki óþægindum í nánasta umhverfi.

Þrátt fyrir auknar mælingar liggur enn ekki fyrir skýring á því hvaða efni valda ólykt frá kísilverinu og hafa verið staðfest við eftirlit.  Sóttvarnarlæknir hefur fylgst með málinu og starfað með Umhverfisstofnun að mati á áhrifum starfseminnar.  Einkennin sem gert hefur verið grein fyrir eru t.d. talin stafa af anhýdríðum sem mælst hafa og eða formaldehýði.  Fyrir liggur að hlutfallslega meira af mengunarefnum myndast við ófullkominn bruna í verksmiðunni.  Umhverfisstofnun telur mögulegt að samlegðaráhrif mismunandi efna skýri neikvæð áhrif.  Rekstur verskmiðjunnar hefur verið verulega óstöðugur og bruni oft á tíðum ófullkominn segir í niðurstöðum stofnunarinnar.  Fyrir liggur að reksturinn hefur í för með sér veruleg óþægildi fyrir íbúa í nánasta umhverfi en einnig hafa borist kvartanir frá starfsmönnum annarra fyrirtækja á iðnaðarsvæðinu í Helguvík.  Þrátt fyrir úrbætur hafa komið upp bilanir í búnaði verksmiðjunnar sem og mistök í rekstri leitt til mengunaratvika.  Einnig hefur verklag við móttöku og flutning hráefna verið ábótavant.  Umhverfisstofnun telur því nauðsynlegt að farið verði ítarlega yfir gæði framleðslu- og mengunarvarnarbúanðinn m.t.t. öryggis mengunarvarna.  Einnig að gerðar verði úrbætur á verklagi til þess að koma í veg fyrir atkvik sem leitt geta til mengunaróhappa.   Telur stofnunin ekki hægt að heimila endurræsingu á búnaði verskmiðjunnar fyrr en nauðsynlegar úrbætur hafa verið unnar á frávikum og ítarrlegt mat lagt á.  Stofnunin áformar því að stöðva starfsemi Sameinaðs Silikons hf ef annað hvort afl ljósbogaofns fer niður fyrir 10 MW eða stöðvast í klukkustund eða meira, þó eigi síðar en 10.september n.k. eins og segir í bréfi stofnunarinnar.   Stofnunin hefur einnig til skoðunar hvort endurskoða þurfi tiltekin ákvæði starfsleyfisins.

Sjá bréf Umhverfisstofnunar hér