IRMA fer yfir Flórida skaga og Jose fylgir fast á eftir

Nú er fellibylurinn IRMA að fara yfir Flórida skaga en margar nærliggjandi eyjar liggja í valnum eftir hamfarir síðustu daga og margir hafa misst heimili sín og fyrirtæki.   Talið er að 25 manns hafi látist nú áður en fellibylurinn hefur för sína yfir Flórida skaga.  Fellibylurinn IRMA er tvisvar sinnum stærri en fellibylurinn Andrew sem fór yfir árið 1992 og var þá talinn sá stærsti.  Fast á eftir IRMU fylgir svo fellibylurinn Jose og er í svipaðri stefnu og IRMA.

Flórida horfist nú í augu við þann almesta storm sem þekkst hefur og fyrir um 12 tímum síðan báðu stjórnvöld fólk á svæðinu að yfirgefa það strax, ekki síðar en strax!  Nú þegar þetta er skrifað er IRMA líklegast að hefja för sína yfir skagann og þá er orðið of seint að reyna að flýja.  Ekki er heldur talið að hægt sé að bjarga neinum á meðan fellibylurinn fer yfir svæðið.  Flóðöldurnar sem fylgja IRMU eru risastórar og skilja eyðilegginguna eina eftir og vindhraðinn lífshættulegur.  Fellibylurinn kemur yfir Flórida skaga aðeins vestar en spáð var en það þýðir ekki að einhverjir á svæðinu sleppi þar sem umfang hans nær yfir svo stórt svæði.  Við suðvestur Flórida skaga má búast við alla vega 4.5 metra háaum öldum og er þá ekki talið með ris og fall aldanna þannig að trúlegast er verið að tala um mun hærri ölduhæð.  Enn hærri austar.  Slík ölduhæð fer auðveldlega yfir hús og skemmir þau og eyðir flestu sem fyrir er.  Nokkur kjarnorkuver eru á svæðinu og hefur verið slökkt á tveimur þeirra.  Segja yfirvöld að þau séu hönnuð til að standast slíkar hamfarir.

Meira en 7 milljónir manns í mörgum ríkjum á svæðinu var skipað að flýja svæðið, þar af um þriðjungur af fólksfjölda Flórida.  Um 50.000 manns er samankomið í um 300 neyðarskýlum á svæðinu og rafmagn er farið á mörgum stöðum.  Talið er að IRMA haldi styrk fellibyls allt inn í Georgíufylki en búist er við að hún fari þar yfir á mánudag.

Fellibylurinn Jose sem fylgir fast á eftir IRMU rétt fór fram hjá eyjunni Barbuda en þar er talið að um 90% húsa hafi eyðilagst þegar IRMA fór þar yfir.  Þrátt fyrir að Jose sé aðeins minni og virðist stefna frá eyjunum núna þá er talið að vindurinn verði mikill sem skellur á Puerto Rico og Dominikanska lýðveldinu.  Á Bresku jómfrúareyjunum biðla íbúar til bresku ríkisstjórnarinnar um að senda meira af mat, vatni og skýlum.  Á eyjunni Tortólu er mikil eyðilegging bæði heimili og fyrirtæki.  Fólk á svæðinu biður um hjálp eins fljótt og auðið er öllum vantar mat, vatn og skýli.  Ástæða er til að hafa áhyggjur af heilsu og öryggi fólks enda hefur klóak flætt um allt.

En hvað eru fellibyljir?

Um er að ræða djúpar og krappar lægðir sem myndast yfir hafi í hitabeltinu.  Þessar lægðir sækja svo orku sína í Varma sem losnar úr læðingi þegar raki í lofti þéttist í skýjadropa.  Þannig þétting verður í risavöxnum skúraklökkum þar sem uppstreymi er mjög mikið.  Til þess að þetta geti gerst verður að vera til staðar þau skilyrði að uppstreymi með rakaþéttingu eigi sér stað í miklu magni þegar hlýtt og rakt loft er nálægt yfirborði jarðar.   Þessar aðstæður má einmitt finna í úthöfum í hitabeltinu og þess vegna verða gjarnar fellibyljir til þar og eflast eins og raun ber vitni.  Oftast er miðað við að yfirborðshiti sjávar þurfi að vera að minnsta kosti 26°C svo fellibylur geti myndast.

5 stærðir fellibylja

Stærð fellibylja er reiknuð út frá vindhraða

1.stigs fellibylur:  vindhraði 119-153 km/klst

2.stigs fellibylur: vindhraði 154-177 km/klst

3.stigs fellibylur: vindhraði 178-208 km/klst

4.stigs fellibylur: vindhraði 209-251 km/klst

5.stigs fellibylur: vindhraði meira en 252 km/klst

Fellibyljir skiptast síðan upp í auga, vegg augans og regnsvæði.  Augan er miðja stormsins og þar er vindur minnstur.  Eitthvað skýjafar er í auganu en stundum er þar heiðskýrt.  Veggur augans er veggur sem umlykur auga stormsins.  Þessi veggur snýst um augað og þar er vindurinn hvað sterkastur og mestur og mesta regnið.  Regnsvæðið í kring er síðan svæði þar sem skýjafar er mikið og regnið nær langt út fyrir vegg augans.  Þessi svæði geta náð hundruð mílna út fyrir vegginn.

Hér má fylgjast með fellibyjunum IRMU og Jose í beinni á windy.com – smelltu hér