Finkur á Galopagos þróast yfir í nýja tegund

Mynd: P.R.Grant – Finka á Galapagos

Uppgötvast hefur að finkur á Galapagos eyjum virðast vera að þróast yfir í aðra tegund.  Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt ferli sést og vísindamenn hafa getað fylgst með og rannsakað.  Vísindamenn  fylgdust með finkum í nokkur ár á lítilli eyju af Galapagos eyjunum sem nefnist Daphne Major og bókstaflega horfðu á þessa þróun gerast.  Rannsóknin hefur nú verið birt í Journal Science.

Þessi tegund af finkum er yfirleitt talað um sem Darwins finkurnar og áttu þátt í því að skýra þróunarkenningu hans á sínum tíma.  Árið 1981 tóku vísindamenn eftir komu karlkyns finku sem ekki hafði þekkst áður á eyjunni, stórri Cactus finku.   Prófessor Rosmary og Peter Grant tóku eftir því að þessi karlkyns finka tók að maka sig með kvenkyns finkum á eyjunni, en sú tegund var miðlungs af stærð og kynþroska snemma.  Um 40 árum síðar má  sjá áhrif þessarar blöndunar á fjölda einstaklinga af finkum eða um 30 þeirra.  Prófessor Roger Butlin segir þetta öfgafullt dæmi um eitthvað sem við erum nú farin að sjá meira af.  Þróunin í hnotskurn getur átt sér stað ansi hratt.

Þessi nýja tegund af finkum er nokkuð frábrugðin bæði í útliti og venjum þegar litið er til innfæddrar tegunda finka á eyjunni.  Prófessor Butlin segir að fólk sem vinni við þetta finni að skilningur þeirra sé mikið að breytast.  Áður fyrr hefur því verið haldið fram að tegundir geti ekki getið afkvæmi með annarri tegund.  Undanfarin ár hefur þetta viðhorf þó verið að breytast þar sem vísindamenn hafa orðið upplýstir af því að margir fuglar og aðrar tegundir líka sem við flokkum sem sérstakar tegundir eru í raun og veru blandaðar af öðrum tegundum.  Við erum því hætt að rífast um hvað það sé sem einkennir ákveðnar tegundir þar sem slíkt gengur ekki lengur upp segir prófessor Butlin.  Það ferli þróunar sem nú er í mótun þegar kemur að finkunum á Galapagos eyjum er mjög mikilvægt þegar kemur að almennri þróun tegunda.  Vísindamenn telja að karl finkan sem þarna breytti þróun finkanna á eyjunum hafi flogið um 65 mílna vegalengd frá heimkynnum stórra Cactus finka á eyjunni Espanola, en það er löng leið fyrir finku að fljúga.  Það er líka harla ólíklegt að sú finka snúi aftur tilbaka þá vegalengd.

Með því að kynnast þessari þróun hvernig nýjar tegundir geta orðið til þá er það líka dæmi um hvernig mannkynið getur þróast.  Í flestum tilfellum hefur það verið talið að slíkar tegundir séu ekki vel búnar undir að takast á við umhverfið.  Í þessu tilviki finkanna á Galapagos eyjum urðu þær hins vegar stærri en hinar innfæddu og éta aðra fæðu sem hinar innfæddu láta eiga sig.

Prófessor Andersen frá Háskólanum í Uppsala í Svíþjóð segir það koma á óvart að þessi nýja tegund finka virðist ekki maka sig með þeirri tegund sem fyrir er á eyjunum heldur virðist nýji hópur halda sig út af fyrir sig.  Innfæddir finku karlar virðast heldur ekki vilja þessa nýju tegund til að maka sig með.  Í raun sýnir ný rannsókn að eftir tvær kynslóðir varð til algjörlega ný tegund genalega séð sem hélt sig alveg frá innfæddum finkum á eyjunum.  Nú hefur þessi nýja tegund fjölgað sér í nokkur ár.  Tegundin hagar sér því eins og ný tegund og ef ekki væri fyrir fyrri rannsóknir á eyjunum þá hefði verið talið að það væru fjórar tegundir af finkum á eyjunum.  Þannig að niðurstaðan er að mökun á milli tegunda getur leitt til nýrra tegunda jafnvel aðeins vegna tilstuðlan eins einstaklings eins og í þessu tilviki.

Fara í heimild hér