Gosmökkur frá eldfjallinu Agung á Bali rís nú í um 4.000 m hæð (uppfært)

Uppfært 27.11.2017

Hæsta viðvörunarstigi hefur verið líst yfir vegna gossins í Agung

Nú hefur eldvirkni í eldfjallinu Agung á Bali aukist til muna og búist við stóru eldgosi en hæsta viðbúnaðarstigi hefur nú verið lýst yfir á svæðinu.  Flugvellir á eyjunni eru nú lokaðir og þar af leiðandi eru þúsundir ferðamanna strandaglópar.  Dökkan mökkinn leggur hátt í löft en einnig hefur fjallið spúið eldi og vart hefur verið við sprengivirkni.  Íbúar hafa verið varaðir við og beðnir að halda sig í fjarlægð þar sem grjót og hrauntungur flæða nú niður hliðar fjallsins.  Almannavarnir telja mikla hættu stafa af fjallinu og búist við meiri eldvirkni en nú þegar er.  Jarðfræðingurinn Mark Tingay hjá Háskólanum í Adelaide segir að eldfjallið Agung virðist nú vera að hefja sig á næsta stig í þessu ferli þar sem búast má við auknum eldsumbrotum og hrauni frá gígnum.  Erfitt sé að segja til um þróunina á næstunni en eldsumbrotin nú gætu allt eins orðið mjög mikil en líka minni og staðið í langan tíma.  Indónesisk yfirvöld búa sig nú undir margra mánaða gos í fjallinu en þau eru mjög vel undirbúin undir slíkar hamfarir og ráða vel við ástandið.

Helsti ferðamannastaðurinn á svæðinu í Kula og Seminyak er í um 70 km fjarlægð og því langt frá hættusvæðinu.  Aska hins vegar veldur því að loka hefur þurft flugvellinum á Bali.  Búið er að fresta 445 flugi sem hefur áhrif á 59.000 ferðamenn.  Áströlsk og bresk yfirvöld hafa ráðlagt ferðamönnum frá sínum löndum að vera undir það búnir að fresta þurfi flugi og fylgjast því vel með fjölmiðlum og yfirlýsingum frá yfirvölldum á svæðinu.  Kínversk yfirvöld hafa varað fólk við því að ferðast til Bali.  Flugvöllurinn á eyjunni Lombok sem var lokaður í gær hefur verið opnaður aftur á ný.

Búið er að stækka hættusvæðið úr rúmum 6 km í 10 km radius í kringum fjallið nú og fólk á því svæði beðið um að yfirgefa það en það eru um 100.000 manns en áður hafði verið búið að rýma um 40.000 manna svæði.  Verið er að dreifa hlífðargrímum til íbúa þar sem ösku rignir niður.

Fara í heimild hér

 

Rauð viðvörun hefur verið gefin út til flugfélaga vegna hættu á ösku í flughæð, vegna goss í eldfjallinu Agung á Bali.  Þykkur gosmökkurinn rís nú í um 4.000 meta hæð.  Þetta er í annað sinn sem fjallið sendir frá sér slíkan mökk þessa vikuna og flug raskast.   Yfirvöld eru byrjuð að dreifa grímum á því svæði sem öskufall er mest.  Bali er mikill ferðamannastaður þó vinsælasti áfangastaðurinn þar sé Kuta og Seminyak sem eru í um 70 km fjarlægð frá eldfjallinu.  Stærsti flugvöllurinn á eyjunni er ennþá opinn og flug þar með eðlilegum hætti en sum flugfélög hafa hætt við flug þangað.  Eldfjallaaska fer mjög illa með vélar flugvéla.  Á eyjuni Lombok austur af Bali er hins vegar búið að loka flugvellinum.  Almannavarnir í Indonesiu segja að ösku hreinlega rigni yfir borgina Mataram á Labok.  Ferðamenn á Bali eru ennþá öruggir fyrir utan þá sem eru innan hættusvæðis eldfjallsins Agung en hættusvæðið er skilgreint í um 7.5 km radius.  Fólk á því svæði hefur fengið fyrirskipun um að rýma svæðið.

Um 25.000 manns eru nú í neyðarskýlum en um 140.000 manns flúðu af svæðinu fyrr á árinu.  Aukin virkni í eldfjallinu hefur valdið hræðslu um að gos væri yfirvofandi.  Þeim sem bjuggu ekki innan skilgreinds hættusvæðis var síðar skipað heim aftur í lok september en fjallið hefur verið að að ræskja sig allar götur síðan.

Samkvæmt mati yfirvalda hefur ferðaiðnaðurinn misst tekjur fyrir um 110 milljónir dollara vegna rýminganna.  Indonesia er í hinum fræga eldhring á Kyrrahafi þar sem plötur á flekaskilum rekast á móti hvor annarri og önnur rennur undir hina og valda skjálftum og eldvirkni.  Á svæðinu eru um 130 virk eldfjöll en Agung gaus síðast 1983 þegar yfir 1.000 manns létu lífið.  Hægt er að fylgjast með gosinu í beinni hér fyrir ofan.

Fara í heimild hér