Kallað eftir alþjóðlegum lögum um plastmengun í hafi

Áætlun Sameinuðu þjóðanna vegna plastmengunar í höfunum verður lögð fram á næsta fundi þeirra.  Þar verða ríkisstjórnir beðnar að samþykkja það að ganga lengra en áður þegar kemur að því að banna það algjörlega að plast komist í höfin.  Eins og stendur eru skipum bannað að henda plastrusli fyrir borð en það eru hins vegar engin séstök alþjóðleg lög sem koma í veg fyrir að plastúrgangur af landi hafni í sjó.  Sérfræðingar segja mikil plastmengun í sjó sé nú orðin veruleg ógn og ástæða sé til þess að semja alþjóðlegan sáttmála vegna þess.  Plastmengun í hafi virðir engin landamæri og flýtur með straumum.  Fundurinn verður haldinn í næstu viku í Nairobi en þá hittast umhverfisráðherrar Sameinuðu þjóðanna.  Verið er að koma upp vinnuaðstöðu þar sem leitast verður við að finna lausnir á þessu mikilvæga máli.  Bandaríkin hafa boðist til að taka þátt en landið hefur hingað til verið mjög á móti samþykktum alþjóðlegra laga sem þessa.

Ein hugmyndin er að nýta Parísarsamkomulagið í þessa veru.  Í þeim samningi er ramminn þannig að þar er kveðið á um langtímamarkmið sem eru lagalega bindandi.  Hins vegar er hverju ríki í sjálfsvald sett hvernig þau ná markmiðunum.  Umhverfissamtök segja að það þurfi að rannsaka betur hvaðan mesta plastið kemur þ.e. hver sé uppsprettan svo hægt sé að taka stærri skref í þessu máli.  Sameinuðu þjóðirnar hafa nú þegar skuldbundið sig til þess að minnka plastrusl mjög mikið til ársins 2025.  Noregur vill að saminn verði sáttmáli þar sem ekkert plastrusl verði leyft yfir höfuð.   Það þarf líka að hreinsa upp plastrusl sem nú þegar flýtur upp á margar strrendur þar sem það brotnar niður í mjög skaðlegar agnir fyrir lífríkið.   Einnig er talað um að annað hvort þurfi að styrkja umhverfissáttmála Sameinuðu þjóðanna eða jafnvel stofna nýja og sérstaka deild utan um plastmengunarmálin.

Noregur vill að hver þjóð skilgreini nákvæmlega hve mikið plastrusl má koma frá þeirra svæði í höfin en viðurkennir jafnframt að þetta verður erfitt.   Mörgum spurningum er ósvarað um þessi mál og áhugavert verður að fylgjast með hvernig tiltekst.  Kínverjar eru varkárir í þessum málum enda kemur mesta plastmengunin frá þeim.  Önnur lönd sem teljast til stórra mengunaraðila eru Indland og Indónesía en þau lönd eru talin styðja lausnir á þessu stóra vandamáli.   Forsætisráðherra Indlands Narendra Modi sagði nýlega að það væri skylda þeirra að vernda umhvefið fyrir komandi kynslóðir.

Eirik Lindebjerg frá WWF segir að fundurinn í Nairobi muni verða ákveðinn vendipunktur þegar kemur að plastmengun í heiminum.  Sáttmáli þjóðanna þegar kemur að loftslagsbreytingum og líffræðilegum fjölbreytileika er til vegna þessara funda svo það er í lagi að vera vongóð um árangur nú.   Plastmengunarmál heimsins eru orðin þannig að það þarf virkilega alþjóðleg lög um þau, en um átta milljónir tonna  hafa endað í hafinu.  Plast flæðir yfir landamæri og skemmir verulega út frá sér.  Þetta verður alla vega mikilvægt upphaf í þessum málum segir hann.   Á fundinum verða einnig rædd mál sem tengjast loftmengun og vatnsmengun almennt og alþjóðlegt bann vegna málma í málningu verður hugsanlega samþykkt.

Heimild hér