Sentinel 5P myndar loftmengun á jörðu

NO2 yfir borgum og iðnaðarsvæðum

Sentinel 5P (S5P) sem byggt var að Bretum og Þjóðverjum er ekki búið að vera lengi á lofti að taka myndir en sendir nú af sér mjög góðar myndir af loftmengun á jörðu.  Sentinel var hannað sérstaklega til þess að kortleggja gastegundir og agnir í andrúmslofti.  Þessar fyrstu myndir nú sína að nituroxíð (NO2) stígur upp frá orkuverum og umferðartepptum í borgum.  S5P hefur meðal annars náð myndum af ösku og brennistein frá eldfjallinu Agung á Bali í Indónesíu sem nú gýs stóru eldgosi.  Vísindamenn frá Veðurstofunni KNMI í Hollandi hafa nú fimm mánuði til þess að vinna úr þeim upplýsingum sem komar eru frá S5P til þess að hægt sé að birta og sýna almenningi.  Nýja S5P verður því gríðarlega mikilvægt tæki til framtíðar þegar litið er til eftirlits með loftmengun.  Mjög fljótt gekk að koma S5P upp og gera það starfhæft sem er mikil framför.  Á aðeins viku eru komnar meiri upplýsingar úr S5P en á mörgum árum segir Pepiin Veefkind hjá Veðurstofunni.

S5P er nýjasta loftfarið sem vísindamenn senda á loft á vegum Evrópusambandsins og Evrópsku geymferðarstofnunarinnar.  S5P er byggt af Airbus í Bretlandi og var skotið í 824 km hæð þann 13.október síðastliðinn.  Í loftfarinu er tæki sem kallast Tropomi sem mælir og fylgist með sólarljósi sem endurkastast af jörðu.  Um leið er verið að rannsaka mismunandi liti en með því er rannsakað andrúmsloftið og hvaða agnir og gastegundir eins og nituroxíð, ozon, formaldhýði, metan, brennisteinsoxíð, kolsýring og örsmáar agnir sem finnast þar.  Allt þetta hefur áhrif á andrúmsloftið sem við öndum að okkur og þar af leiðandi bein áhrif á heilsu okkar.  Margt af þessu leikur líka hlutverk þegar kemur að loftslagsbreytingum.

Þessi sýni nú frá S5P voru sýnd á fundi á vegum þýsku geimferðarstofnunarinnar í Oberpfaffenhofen nálægt Munich en þar verða gögnin unnin á næstunni.

Fyrsta myndin hér efst sýnir nituroxíð (NO2) yfir Evrópu sem kemur að mestu frá vélum bifreiða og útblæstri vegna iðnaðarframleiðslu.  Eins og sést á myndinni er mikið af slíku yfir Hollandi, í Ruhr héraðinu í vestur Þýskalandi, Po dalnum á Ítalíu og yfir svæðum á Spáni.  NO2 er gulbrúnt gas og í ákveðnum veðuraðstæðum býr það til ozon sem ertir og fer illa með öndunarfæri fólks.

NO2 yfir orkuverum

Önnur myndin sýnir mengun sem rís upp frá orkuverum á Indlandi.  Það versta af þessari mengun berst frá norður af Patna í Bihar og suður yfir Raipur í Chhattisgarh.

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimskort kolsýringur

Myndin hér til hliðar sýnir heimskort af kolsýringi.

Dr. Veefkind hjá Veðurstofunni í Hollandi útskýrir að hægt sé að sjá strax muninn á norður- og suðurhveli og einnig Amazon, mið-Afríku og Madagascar þar sem lífmassi brennur þ.e. skógar.  Hægt er að sjá slíka elda líka yfir Ástralíu.  Sjá má síðan hvernig mengun frá Kína dreifir sér yfir Kyrrahafið.  Mest er þó að sjá núna yfir eldfjallinu Agung en S5P nemur bæði ösku og brennisteinsoxíð sem kemur frá fjallinu.  Ef fjallið eykur virkni sína núna þá má búast við því að þessi gös fari mjög hátt upp í andrúmsloftið og dreifist víða og jafnvel hafi áhrif til kólnunar loftslags í heiminum með því að blokkera sólarljósið frá jörðu.

Eftirfarandi loftförum hefur áður verið skotið á loft af EU/ESA:

Sentinel 1 sem er radarmælir og fylgist með yfirborði jarðar í öllum veðrum
Sentinel 2 sem mælir bylgjur og rannsakar breytingar á landi
Sentinel 3 er svipaður og 2 en mælir hafið og hegðun þess
Sentinel 4 sem mælir gös í andrúmslofti
Sentinel 5 sem fylgist með loftgæðum
Sentinel 6 sem er framtíðarútgáfa af loftfari sem mælir yfirborð sjávar og hæð
P stendur svo fyrir loftfar sem er enn þróaðra og mælir það sem hin loftförin missa enda Tropomi með tíu sinnum betri upplausn og sér smæstu agnir í andrúmslofti.  Þannig er nú hægt að fylgjast með því hvað gerist í andrúmsloftinu yfir borgum.

Heimild hér