Kolefnisráðstefna í Bændahöllinni 5.des

Bændasamtök Íslands, Landgræðsla ríkisins, Skógræktin og Landbúnaðarháskóli Íslands standa fyrir kolefnisráðstefnu sem fram fer í Bændahöllinni á morgun þriðjudaginn 5.desember.  Ráðstefnan hefst stundvíslega kl. 13 í Bædnahöllinni, Hótel Sögu á 2.hæð.  Ráðstefnulok eru kl.16  Enginn aðgangseyrir.

Fjallað verður um leiðir og möguleika í kolefnisbindingu með endurheimt votlends, landgræðslu og skógrækt.  Nokkrir af helstu sérfræðingum þjóðarinnar um kolefnismál og landnotkun taka til máls ásamt formanni Landssamtaka sauðfjárbænda.  Einn helsti samningamaður Íra um loftslagsmál gagnvart ESB, Eugene Hendrick  flytur jafnframt erindi á ráðstefnunni.

Dagskrá hefst kl.14

Binding kolefnis með breyttri landnýtingu og skógrækt – reynsla Íra Eugene Hendrick, sérfræðingur um kolefnisbindingu.

Losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnotkunar á Íslandi Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar LbhÍ.

Sauðfjárbændur og kolefnisbinding Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.

Kolefnisbinding með landgræðslu Jóhann Þórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins.

Kolefnisbinding með skógrækt Arnór Snorrason, sérfræðingur á Mógilsá.

Umræður og samantekt

RÁÐSTEFNULOK KL. 16.00

Fundastjóri er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri skógarauðlindasviðs Skógræktarinnar.