Eldkeilan Öræfajökull

Höfundur: Vilborg G Hansen, landfræðingur Um þessar mundir sýnir Öræfajökull nokkra virkni, en bæði hefur myndast ketill á yfirborði jökulsins sem bendir til jarðhita, en einnig kemur fram brennisteinslykt og leiðni í ánni Kvía sem rennur úr skriðjöklinum Kvíárjökli.  Jarðskjálftavirkni hefur farið stigvaxani í jöklinum undanfarið ár og nú þegar þetta er ritað hefur verið…

Blikur á lofti, Ísland þarf að kaupa losunarheimildir. Lýðheilsumál ofarlega á baugi vegna loftmengunar

Umhverfisþing 2017 var haldið í Hörpunni þann 20.október s.l.  Loftslagsmálin voru þar í öndvegi enda orðið ljóst að Ísland þarf mögulega að kaupa losunarheimildir þar sem ekki verður hægt að standa við 2.tímabil Kyoto bókunarinnar frá 2013 til 2020.  Kyoto bókunin gerir ráð fyrir að Ísland losi 20% minna m.v. 1990 með ESB við lok…

IRMA fer yfir Flórida skaga og Jose fylgir fast á eftir

Nú er fellibylurinn IRMA að fara yfir Flórida skaga en margar nærliggjandi eyjar liggja í valnum eftir hamfarir síðustu daga og margir hafa misst heimili sín og fyrirtæki.   Talið er að 25 manns hafi látist nú áður en fellibylurinn hefur för sína yfir Flórida skaga.  Fellibylurinn IRMA er tvisvar sinnum stærri en fellibylurinn Andrew sem…

Reglur vegna loftmengunar skemmtiferðaskipa, en þau skulu nýta sér rafmagn við bryggju sé það mögulegt

Með aukinni ferðamennsku hérlendis hafa skemmtiferðaskip bæst við flóruna sem sækir landið heim.  Nú þegar er mikið af skemmtiferðaskipum sem liggja hér við bryggju og er erfitt að horfa fram hjá þeirri loftmengun sem af þeim stafar.  Umhverfisstofnun hefur bent á að hérlendis gilda reglur um brennisteinsinnihald skipaeldsneytis við mismunandi aðstæður.  Skipaeldsneyti skiptist þannig í…

Áform um nýja Þjóðgarðastofnun

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir vinnur nú að því að koma á  Þjóðgarðastofnun sem tekur við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls auk annarra tiltekinna verkefna á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Markmiðið er að efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu þjóðgarða og friðlýstra svæða en um leið viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna.…

Áformað að loka Kísilverinu í Helguvík ef ljósbogaofn fer undir ákveðin mörk eða stöðvast.

Umhverfisstofnun hefur sent bréf til Sameinaðs Sílikon hf vegna kísilversins í Helguvík sem var gangsett þann 11.nóvember 2016.  Áform eru nú uppi um stöðvun rekstrarins en gríðarlegur fjöldi kvartana eða um 1.000 hafa borist frá upphafi vegna líkamlegra einkenna og ólyktar.  Fjölmörg vandamál hafa komið upp sem ekki enn hafa verið leyst þrátt fyrir fresti.…

El Nino veldur margföldun kolefnis í andrúmslofti

Veðurfyrirbærið El Nino á árunum 2014-2016 er talið hafa orsakað mikla skógarelda sem aftur gerðu það að verkum að út í andrúmsloftið fóru um 3 billjón tonn af kolefni.  Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem kynnt var á fundi Vistfræðifélags Bandaríkjanna í Portland, Oregon.  Mælingar sem gerðar voru af NASA sýna að El Nino…