Reglur vegna loftmengunar skemmtiferðaskipa, en þau skulu nýta sér rafmagn við bryggju sé það mögulegt

Með aukinni ferðamennsku hérlendis hafa skemmtiferðaskip bæst við flóruna sem sækir landið heim.  Nú þegar er mikið af skemmtiferðaskipum sem liggja hér við bryggju og er erfitt að horfa fram hjá þeirri loftmengun sem af þeim stafar.  Umhverfisstofnun hefur bent á að hérlendis gilda reglur um brennisteinsinnihald skipaeldsneytis við mismunandi aðstæður.  Skipaeldsneyti skiptist þannig í…

Áformað að loka Kísilverinu í Helguvík ef ljósbogaofn fer undir ákveðin mörk eða stöðvast.

Umhverfisstofnun hefur sent bréf til Sameinaðs Sílikon hf vegna kísilversins í Helguvík sem var gangsett þann 11.nóvember 2016.  Áform eru nú uppi um stöðvun rekstrarins en gríðarlegur fjöldi kvartana eða um 1.000 hafa borist frá upphafi vegna líkamlegra einkenna og ólyktar.  Fjölmörg vandamál hafa komið upp sem ekki enn hafa verið leyst þrátt fyrir fresti.…

Ferðaþjónustan: Eins og hverjar aðrar nytjar

Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlilsfræðingur og alþingismaður  Skipulagning og framkvæmd ferðaþjónustu er flókin auðlindanýting af augljósum ástæðum. Atvinnugreinin grípur inn í fjölmörg svið samfélagsins og styðst við fjölþættar náttúrunytjar. Þar með verðum við að setja henni ýmsar skorður. Við hvað er þá átt? Náttúrunytjar kalla á náttúruvernd. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum getur tekið við tilteknum fjölda…

Gúmmíkurl á íþróttavöllum ekki talið hættulegt af ECHA

Þann 12.júlí 2016 s.l tók Efnastofnun Evrópu (ECHA) til skoðunar heilsufarsleg áhrif og áhættu sem gæti stafað af notkun endurunnins gúmmikurls sem fylliefni á gervigrasvöllum en umræðan um möguleg krabbameinsvaldandi efni var nokkur á þessum tíma í samfélaginu. Skoðuð var sérstaklega áhætta fyrir notendur, að börnum meðtöldum og starfsfólki sem vinnur við uppsetningu og viðhald…

Umhverfisáhrif og mengun frá jarðhitavirkjunum

Áhrif jarðhitavirkjana eru mörg þar á meðal á vatnsgæði, loftgæði vegna útblásturs, landnotkun og á hlýnun loftslags í heiminum. Þróaðasta gerð jarðhitavirkjunar er staðsett nálægt og eða við svæði jarðfræðilega þar sem mikill  jarðhiti er í  jörðu og þess vegna heitt vatn sem hægt er að nýta.  Einnig eru til aðrar tegundir þar sem borað…

Umhverfisstofnun fellst ekki á sex mánaðafrest til Sameinaðs Silikons hf

Ekki verður fallist á það af hálfu Umhverfisstofnunar að Sameinað Silikon hf (United Silicon) fái sex mánaðafrest til þess að bæta úr frávikum vegna mengunar frá verksmiðjunni.  Telur stofnunin að í varúðarskyni verði að stíga markviss skref til þess að ná tökum á rekstri verskmiðjunnar þegar kemur að mengunarvörnum. Sameinað Silikon hf hafði áformað að…