Sentinel 5P myndar loftmengun á jörðu

Sentinel 5P (S5P) sem byggt var að Bretum og Þjóðverjum er ekki búið að vera lengi á lofti að taka myndir en sendir nú af sér mjög góðar myndir af loftmengun á jörðu.  Sentinel var hannað sérstaklega til þess að kortleggja gastegundir og agnir í andrúmslofti.  Þessar fyrstu myndir nú sína að nituroxíð (NO2) stígur…

Blikur á lofti, Ísland þarf að kaupa losunarheimildir. Lýðheilsumál ofarlega á baugi vegna loftmengunar

Umhverfisþing 2017 var haldið í Hörpunni þann 20.október s.l.  Loftslagsmálin voru þar í öndvegi enda orðið ljóst að Ísland þarf mögulega að kaupa losunarheimildir þar sem ekki verður hægt að standa við 2.tímabil Kyoto bókunarinnar frá 2013 til 2020.  Kyoto bókunin gerir ráð fyrir að Ísland losi 20% minna m.v. 1990 með ESB við lok…

El Nino veldur margföldun kolefnis í andrúmslofti

Veðurfyrirbærið El Nino á árunum 2014-2016 er talið hafa orsakað mikla skógarelda sem aftur gerðu það að verkum að út í andrúmsloftið fóru um 3 billjón tonn af kolefni.  Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem kynnt var á fundi Vistfræðifélags Bandaríkjanna í Portland, Oregon.  Mælingar sem gerðar voru af NASA sýna að El Nino…

Áhrif flóða sem verða nú á öðrum tíma en áður í Evrópu

Loftslagsbreytingar hafa haft töluverð áhrif á þann tíma þegar flóð eiga sér stað almennt um alla Evrópu á síðustu 50 árum, samkvæmt nýrri rannsókn. Á sumum svæðum eins og á suður Englandi hefjast flóð nú almennt 15 dögum fyrr en þau gerðu fyrir 50 árum.  Ef horft er hins vegar til áa í kringum Norðursjó þá virðist…

Sjúkdómar liggja grafnir í jarðvegi sem þiðnar óðum

Í gegnum tíðina hefur mannkynið lifað samhliða bakteríum og vírusum.  Allt frá kýlapestum eins og Svarta dauða til bólusótta sem gengið hafa yfir mannkynið, þá hafa hvoru tveggja þróast.  Mannkynið myndar varnir en vírusar og bakteríur þróast til þess að finna leið til að smita okkur.  Við höfum þróað bóluefni í meira en öld eða…

Tvöfaldur hraði á bráðnun íss á Norðurskauti samkvæmt nýju mati

Hlýnun á Norðurskautinu, tvöfallt hraðari en á öðrum svæðum á jörðinni, samkvæmt mati sem framkvæmt var á svæðinu.  Hlýnunin hraðar bráðnun íss og hækkun sjávarborðs. Að skýrslunni komu meira en 90 vísindamenn en þeir skoðuðu bráðnun ís á sjó og á jökum almennt ásamt breytingum á vistkerfum og veðurfari.  Í matinu kemur fram að frá…

Umhverfisráðherrar Norðurlanda samstíga í loftslagsmálum og hvetja til sjálfbærrar nýtingar á plasti

Umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa gefið út framtíðarsýn nýrrar plastáætlunar sem þeir samþykktu á fundi sínum í Olsó í dag.  Framvegis er þannig gert ráð fyrir að framleiða, nýta og endurvinna plast í hringrásarkerfi sem skaðar hvorki heilsu manna né umhverfis.  Áætlunin byggir í raun á fyrri samnorrænum aðgerðum varðandi plast og er henni ætlað að efla…