Kolefnisráðstefna í Bændahöllinni 5.des

Bændasamtök Íslands, Landgræðsla ríkisins, Skógræktin og Landbúnaðarháskóli Íslands standa fyrir kolefnisráðstefnu sem fram fer í Bændahöllinni á morgun þriðjudaginn 5.desember.  Ráðstefnan hefst stundvíslega kl. 13 í Bædnahöllinni, Hótel Sögu á 2.hæð.  Ráðstefnulok eru kl.16  Enginn aðgangseyrir. Fjallað verður um leiðir og möguleika í kolefnisbindingu með endurheimt votlends, landgræðslu og skógrækt.  Nokkrir af helstu sérfræðingum þjóðarinnar…

Tillífun sandanna – Árleg binding 9,3 tonn á hektara á Markarfljótsaurum og fer vaxandi

Á vef Skógræktar ríkisins er fjallað um þá staðreynd að gróðurlitlar auðnir blasa við víða á láglendi Íslands og þar binst lítill koltvísýringur. Sumir hafa talið að skógrækt á auðnum væri illmöguleg, en nú hefur verið sýnt fram á hið gagnstæða. Í tilraun á Markarfljótsaurum hefur komið í ljós að 23. ára alaskaösp bindur 9,3…

Heimsráðstefnan hafin í Durban – Skógareyðing minnkar en betur má ef duga skal

Frá árinu 1990 hafa skógar heimsins eyðst á svæði sem samanlagt er á stærð við Suður-Afríku, um það bil tólf sinnum flatarmál Íslands. Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um ástand skóga heimsins hefur verið kynnt á heimsráðstefnu um skóga sem nú er haldin í Durban í Suður-Afríku.   Hægt hefur á skógareyðingunni undanfarin ár en betur…

Áhrif gjörnýtingar trjáviðar á jarðvegskolefni – Langtímarannsókna er þörf

Á vef Skógræktar ríkisins er fjallað um yfirlitsgrein úr vísindaritinu Forest Ecology and Management þar sem fjallað er um áhrif þess á vistkerfi skóga þegar ekki eingöngu trjábolurinn er tekinn út úr skóginum við skógarhögg heldur allur standandi lífmassi trésins. Í greininni er rætt um hvernig þetta hefur áhrif á jarðvegskolefni og vaxtarhraða skóga, til dæmis…

5 sinnum meiri arður af skógi en hefðbundnum búskap

Á vef Skógræktarfélags Íslands er sagt frá athyglisverðri nýrri rannsókn, en samkvæmt niðurstöðum hennar sem gerð var í Wales gefur barrviðarskógur í fullum nytjum fimm sinnum meira af sér fyrir þjóðarbúið en akuryrkja og búfjárrækt án tillits til opinberra styrkja. Rannsóknin náði til 4.000 hektara skóglendis og 4.000 hektara af sambærulegu landbúnaðarlandi í Wales. Árlegur hagnaður…

Frammi fyrir komandi kynslóðum

Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur / pistill | Af náttúrunni lært Fjölskylda mín stundaði skógrækt á nokkurra hektara landsvæði, hluta úr gamla Miðdalslandinu í Mosfellssveit eins og hreppurinn hét lengst af. Flest trjánna eru birki og reynir en töluvert af sitkagreni og rauðgreni, nokkrar furur, lerki og blæaspir. Fyrir var landið vel gróið að hluta en víða…