Áform um nýja Þjóðgarðastofnun

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir vinnur nú að því að koma á  Þjóðgarðastofnun sem tekur við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls auk annarra tiltekinna verkefna á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Markmiðið er að efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu þjóðgarða og friðlýstra svæða en um leið viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna.…

Umhverfisráðherrar Norðurlanda samstíga í loftslagsmálum og hvetja til sjálfbærrar nýtingar á plasti

Umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa gefið út framtíðarsýn nýrrar plastáætlunar sem þeir samþykktu á fundi sínum í Olsó í dag.  Framvegis er þannig gert ráð fyrir að framleiða, nýta og endurvinna plast í hringrásarkerfi sem skaðar hvorki heilsu manna né umhverfis.  Áætlunin byggir í raun á fyrri samnorrænum aðgerðum varðandi plast og er henni ætlað að efla…

Frumvarp um kæruheimild vegna athafna og athafnaleysis í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi um sérstaka kæruheimild vegna athafna og athafnaleysis. Með frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um mat á umhverfisáhrifum, lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Breytingin er tilkomin vegna athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) við innleiðingu á tilskipun um mat…

Ríkisstjórn kynnir sextán verkefni í sóknaráætlun í loftslagsmálum

Ríkisstjórn Íslands hefur nú kynnt sóknaráætlun í loftslagsmálum til þriggja ára, sem er ætlað er að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum til að raunverulegum árangri verði náð til að minnka nettólosun. Áætlunin byggir á 16 verkefnum sem miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja…

Þingsályktun um Landsskipulagsstefnu 2015 – 2026

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026. Tillagan var einnig lögð fram á síðasta löggjafarþingi en náði ekki afgreiðslu fyrir þinglok. Landsskipulagsstefna er samræmd stefna stjórnvalda um landnotkun byggð á stefnumörkun ríkisins á ýmsum sviðum.  Með henni eru samþættar áætlanir á vegum stjórnvalda um samgöngur, byggðamál, náttúruvernd, orkunýtingu…

Landgræðsla og endurheimt lands lykill að mörgum heimsmarkmiðanna

Fulltrúar Íslands sitja nú 12. aðildarríkjaþing samnings Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn eyðimerkurmyndun, UNCCD COP12, sem fram fer í Ankara í Tyrklandi dagana 12. – 24. október. Þetta þing er fyrsti stóri fundurinn á vegum samningsins eftir að heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun voru samþykkt í New York. Ljóst er að aðgerðir gegn hnignun lands og…

Fjármagn til uppbyggingar á ferðamannastöðum tryggt

Á undanförnum tveimur árum hefur 1.700 m.kr. verið varið til verndar og uppbyggingar á ferðamannastöðum í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Aldrei hafa jafn miklir fjármunir verið settir í þennan málaflokk. Tæpar  500 m.kr. hafa komið frá gistináttaskatti en 1.230 m.kr. hafa komið í gegnum sérstakar úthlutanir ríkisstjórnarinnar árin 2014 og 2015. Við undirbúning fjárlagafrumvarpsins varð ljóst…