Kolefnisráðstefna í Bændahöllinni 5.des

Bændasamtök Íslands, Landgræðsla ríkisins, Skógræktin og Landbúnaðarháskóli Íslands standa fyrir kolefnisráðstefnu sem fram fer í Bændahöllinni á morgun þriðjudaginn 5.desember.  Ráðstefnan hefst stundvíslega kl. 13 í Bædnahöllinni, Hótel Sögu á 2.hæð.  Ráðstefnulok eru kl.16  Enginn aðgangseyrir. Fjallað verður um leiðir og möguleika í kolefnisbindingu með endurheimt votlends, landgræðslu og skógrækt.  Nokkrir af helstu sérfræðingum þjóðarinnar…

Óskað eftir tilnefningum til loftslagsviðurkenningar

Reykjavíkurborg og Festa óska eftir tilnefningum til loftlagsviðurkenninga sem verða veittar fyrirtækjum, félagasamtökum, stofnunum eða einstaklingum sem hafa lagt sitt af mörkum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar verður haldinn þann 8. desember 2017 í Hörpu sjá nánar hér Á fundinum verða loftslagsviðurkenningar veittar í fyrsta sinn en viðurkenningarnar verða veittar…

Óskað eftir kynningum frá félagasamtökum á loftslagsfund

Festa og Reykjavíkurborg halda loftslagsfund þar sem fyrirtækjum og félagasamtökum sem tengjast loftslagsmálum er boðið að vera með kynningar.  Loftslagsfundurnn verður haldinn í Hörpu þann 8.desember n.k. og geta félagasamtök kynnt nýjungar í loftslagsmálum sér að kostnaðarlausu. Fyrirtækjum er boðið að vera með örfyrirlestra eða kynningu á nýjungum í loftslagsmálum og þá gegn gjaldi. Reykjavíkurborg…

Blikur á lofti, Ísland þarf að kaupa losunarheimildir. Lýðheilsumál ofarlega á baugi vegna loftmengunar

Umhverfisþing 2017 var haldið í Hörpunni þann 20.október s.l.  Loftslagsmálin voru þar í öndvegi enda orðið ljóst að Ísland þarf mögulega að kaupa losunarheimildir þar sem ekki verður hægt að standa við 2.tímabil Kyoto bókunarinnar frá 2013 til 2020.  Kyoto bókunin gerir ráð fyrir að Ísland losi 20% minna m.v. 1990 með ESB við lok…

Dagur umhverfisins í dag

Dagur umhverfissins er í dag 25.apríl en hann er haldinn hátíðlegur árhvert og tileinkaður Sveini Pálssyni, náttúrufræðingi með meiru, sem talinn er að hafi verið meðal fyrstu Íslendinga sem töldu það mikilvægt að vernda náttúruna og ganga ekki um of á gæði hennar. Sveinn Pálsson (1762-1840) fæddist þann 25.apríl 1762 og árið 1998 valdi ríkisstjórn…

Landgræðsla og endurheimt lands lykill að mörgum heimsmarkmiðanna

Fulltrúar Íslands sitja nú 12. aðildarríkjaþing samnings Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn eyðimerkurmyndun, UNCCD COP12, sem fram fer í Ankara í Tyrklandi dagana 12. – 24. október. Þetta þing er fyrsti stóri fundurinn á vegum samningsins eftir að heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun voru samþykkt í New York. Ljóst er að aðgerðir gegn hnignun lands og…

Dagskrá í tengslum við Dag umhverfisins

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið efnir til dagskrár í tengslum við Dag umhverfisins á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 22. apríl. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra afhendir þá viðurkenningar fyrir störf á sviði umhverfismála á sérstakri hátíðarsamkomu auk þess sem kynntar verða niðurstöður starfshóps sem mótað hefur tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla. Dagur umhverfisins, 25. apríl…