Landfræði (geography)

Landfræðin sem fræðigrein fjallar bæði um náttúru og samfélag en þó aðallega um samspil manns og náttúru.  Skoðaðar eru breytingar á umhverfi þar sem náttúru, samfélag og menning koma saman.  Þannig er reynt að fá heildarsýn til þess að hægt sé að undirbúa og taka ábyrgar ákvararðanir inn í framtíðina.  Landfræðin er þannig þverfagleg fræðigrein og umfram allt höfuðgrein þar sem áhersla er lögð á að samhæfa þekkingu úr hinum ýmsu áttum undirgreina til þess að draga saman og fá yfirsýn, heildarsýn yfir verkefni og viðfangsefni.  Oft er sagt að landfræðingur sé sá sem viti lítið um allt en hafi hæfni til að kafa dýpra og kynna sér nánar hvert og eitt viðfangsefni.  Landfræðin er þannig mjög fjölbreytt grein þar sem viðfangsefnið er í raun jörðin öll, svæðisbundin viðfangsefni sem og einstakir staðir eða þættir.

Landfræði er oftast talin skiptist upp í tvær greinar annars vegar náttúra, jarð og landmótunarhluti  en hins vegar hluti mannvistar.  Hér á landi hafa báðir hlutar verið kenndir samhliða.  Landmótunarhluti fjallar um ytri ásynd lands og náttúru sem tekur þá til landmótunar, gróðurfars og  veðurfars.

Mannvistarlandfræði snýst um samspil manns og náttúru, búseta fólks, nýtingu auðlinda, samspil menningar og rýmis.  Öll þessi viðfangsefni eru rannsökuð innan mannvistarlandfræði.   Rannsóknarefni þessara fræðigreinar er til dæmis þróun byggðarmynsturs og atvinnulífs sem og borgvæðing og mótun þéttbýlissvæða.  Einnig kemur þessi hluti landfræðinnar inn á rannsóknir sem tengjast þróunarmálum og þróunarsamvinnu.

Landfræðingar starfa til að mynda að skipulagsmálum, við rannsóknir á náttúru og umhverfi, náttúruvernd, mat á umhverfisáhrifum, kortagerð og landfræðilegra upplýsingakerfa (LUK), byggða- og atvinnuþróun og fleira.

Vilborg G Hansen tók saman