Sjálfbær þróun

Við HrómundartindSjálfbærni er að mæta þörfum dagsins í dag án þess að skerða með því möguleika framtíðarkynslóða til þess að mæta sínum þörfum. Þessi skilgreining á einnig við um sjálfbæra þróun, sem margir kannast við að kennd sé við Brundtland. Hugtakið sjálfbær þróun tengist samræmingu umhverfissjónarmiða og hagstefnu. Hröð efnahagsuppbygging tekur sinn toll af umhverfinu og þá skapast þörf til að taka tillit til umhverfisins og náttúrunnar án þess að ýta til hliðar þáttum eins og iðnvæðingu og hagvexti. Sjálfbær þróun felur þannig í sér að ná utan um þá þætti sem þurfa að þróast í umhverfismálum. Þessir þættir snúa til dæmis að fólksfjölgun, náttúruauðlindum og mengun. Hugtakið nær yfir vítt svið en í grunninn fjallar það um að mæta grunnþörfum, koma auga á umhverfislegar takmarkanir sem og bera kennsl á áherslur og jöfnuð milli kynslóða. Þessu er náð fram með því að huga að hinum þremur stólpum sjálfbærni við ákvarðanatöku: hagrænum þáttum, félagslegum þáttum og umhverfisþáttum.

Þórhildur Ósk Halldórsdóttir tók saman

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s