Umhverfisstjórnun

P1050967Umhverfisstjórnun almennt er mikilvæg í öllu skipulagi og þarf að vera kjarninn í hugsun þegar svæði eru skipulögð eða atvinnustarfsemi eins og ferðamennska, sjávarútvegur, iðnaðarframleiðsla, raforkuframleiðsla o.s.frv.   Umhverfismat þarf að ná yfir allt áhrifasvið þess sem verið er að skoða með rannsóknum á borð við kostnaðar-nytjagreiningu (e. Cost-benefit assessment) og fjölþáttagreiningu (e. multi-criteria analysis).

Markmið umhverfisstjórnunar er að ná stjórn á umhverfislegum þáttum í stjórnun fyrirtækja og framleiðslu og á nýtingu auðlinda náttúrunnar með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.  Fyrirtæki sýna þá fram á stöðugar framfarir á sviði umhverfismála ár frá ári.  Þessir umhverfislegu þættir eru t.d. vörur og framleiðsluferli, tækja- og efnaval, flokkun sorps og almenns úrgangs sem fyrirtækið skilur eftir sig.

Nýting auðlinda með aðgát og á sjálfbæran hátt með lífshring vöru í huga.  Markmiðið er að minnka umhverfisleg áhrif í heild og stuðla að hagkvæmari rekstri.  Með virkri umhverfisstjórnun fyrirtækja leggja þau grunninn að umhverfisstjórnun birgja sinna með vali á þeim, viðskipta- og samstarfsaðila, heimilum og umhverfislegri hugsun starfsfólks almennt.  Umhverfisstjórnun leiðir almennt til betri reksturs vegna sparnaðar í notkun ýmis konar aðfanga.  Hægt er að kynna sér nánar Norræna Svaninn á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Vilborg G Hansen tók saman

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s